„Margt verra en smá brussugangur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. júní 2022 11:30 Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Aðsend Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Eiginkona, tveggja barna móðir og 180 cm brussa sem elskar galsa og gleði. Held að ég muni aldrei þroskast upp úr brussuganginum en það er allt i lagi. Margt verra en smá brussugangur. Hvað veitir þér innblástur? Það er svo margt sem veitir mér innblástur. Húmor, skemmtilegt fólk og ástríðan sem ég hef fyrir því sem ég er að gera. Ég get fundið mér innblástur í hvaða verkefni sem er. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Að hugsa vel um sjálfa mig númer eitt tvö og þrjú. Og þá er ég ekkert endilega að meina í sambandi við hreyfingu eða hvað ég borða (sem skiptir líka höfuðmáli). Það að vera með vinkonum mínum í hláturskasti er held ég besta andlega næring sem hægt er að fá. Sú næring tekur andlegu heilsuna upp á annað level og gefur lífið extra mikla birtu. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Í raun er enginn dagur eins hjá mér, sem ég elska. En ég vakna snemma alla morgna, fæ mér hollan morgunmat og hendi mér svo á æfingu þegar börnin eru komin af stað út í sinn dag. Svo eru verkefnin mín misjöfn þar sem ég starfa í skemmtibransanum. Suma daga er ég þéttbókuð frá morgni til kvölds í allskonar verkefnum, en aðra daga er ég heimavinnandi húsmóðir- sem er ferlega góður balance. Uppáhalds lag og af hverju? Lagið Vente Pa Ca með Ricky Martin og Maluma er akkúrat um þessar mundir í miklu uppáhaldi. Ég hef alltaf verið sjóðandi heit fyrir honum Ricky mínum og það er eitthvað við þetta kombó, Ricky og Maluma, sem gefur mér gæsahúð. Uppáhalds matur og af hverju? Ég er mjög auðveld i þessum lið. Það jafnast ekkert á við ekta eldbakaða pizzu með extra osti, skinku og já, ananas. Ég ætla bara að segja það. Ananasinn er lífið í pizzulífinu. Ef ég ætti að velja mína hinstu máltíð þá væri það alltaf pizza. Kannski var ég spænskur pizzubakari i fyrra lífi. Gæti vel verið. Elska pizzur og spænska tónlist. Besta ráð sem þú hefur fengið? Aldrei hætta að elta drauminn, því hann mun rætast ef þú kastar honum út í kosmósið. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Lífið er svo geggjað fyrirbæri. Fólkið sem fylgir manni í lífinu er það sem gerir lífið skemmtilegt. Það væri asskoti einmanalegt ef maður ætti ekki einhverja sem leiða mann áfram þennan veg sem við göngum. Þegar brekkurnar koma þá er nauðsynlegt að hafa einhvern sem ýtir á bakið og hjálpar manni upp. Það er svo ekkert betra í heiminum en að sjá börnin mín heilbrigð og hamingjusöm. Þau eru klárlega það besta og skemmtilegasta sem hefur komið inn í líf mitt. Innblásturinn Tengdar fréttir „Reyni að þakka fyrir allt það sem ég fæ á hverjum degi“ Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, er landsþekktur tónlistarmaður og lífskúnstner með meiru. Hann er þekktur fyrir jákvæðni og lífsgleði og segir lífið sjálft vera það allra skemmtilegasta. Jónsi er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 11. júní 2022 11:31 „Gott að hafa í huga að það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi“ Glódís Perla Viggósdóttir er atvinnu fótboltakona sem hefur með sanni vakið athygli úti á velli. Hún hefur gaman af lífinu, býr yfir miklu keppnisskapi og elskar heimagert guacamole. Glódís Perla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 4. júní 2022 11:31 „Finn alltaf mikinn mun á mér eftir gott deit kvöld með kærastanum“ Anna Fríða Gísladóttir er lífskúnstner sem hefur látið til sín taka í atvinnulífinu á undanförnum árum. Hún starfar forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY, elskar kaffi og segir sjaldan nei við góðri steik. Anna Fríða er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 28. maí 2022 11:31 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Eiginkona, tveggja barna móðir og 180 cm brussa sem elskar galsa og gleði. Held að ég muni aldrei þroskast upp úr brussuganginum en það er allt i lagi. Margt verra en smá brussugangur. Hvað veitir þér innblástur? Það er svo margt sem veitir mér innblástur. Húmor, skemmtilegt fólk og ástríðan sem ég hef fyrir því sem ég er að gera. Ég get fundið mér innblástur í hvaða verkefni sem er. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Að hugsa vel um sjálfa mig númer eitt tvö og þrjú. Og þá er ég ekkert endilega að meina í sambandi við hreyfingu eða hvað ég borða (sem skiptir líka höfuðmáli). Það að vera með vinkonum mínum í hláturskasti er held ég besta andlega næring sem hægt er að fá. Sú næring tekur andlegu heilsuna upp á annað level og gefur lífið extra mikla birtu. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Í raun er enginn dagur eins hjá mér, sem ég elska. En ég vakna snemma alla morgna, fæ mér hollan morgunmat og hendi mér svo á æfingu þegar börnin eru komin af stað út í sinn dag. Svo eru verkefnin mín misjöfn þar sem ég starfa í skemmtibransanum. Suma daga er ég þéttbókuð frá morgni til kvölds í allskonar verkefnum, en aðra daga er ég heimavinnandi húsmóðir- sem er ferlega góður balance. Uppáhalds lag og af hverju? Lagið Vente Pa Ca með Ricky Martin og Maluma er akkúrat um þessar mundir í miklu uppáhaldi. Ég hef alltaf verið sjóðandi heit fyrir honum Ricky mínum og það er eitthvað við þetta kombó, Ricky og Maluma, sem gefur mér gæsahúð. Uppáhalds matur og af hverju? Ég er mjög auðveld i þessum lið. Það jafnast ekkert á við ekta eldbakaða pizzu með extra osti, skinku og já, ananas. Ég ætla bara að segja það. Ananasinn er lífið í pizzulífinu. Ef ég ætti að velja mína hinstu máltíð þá væri það alltaf pizza. Kannski var ég spænskur pizzubakari i fyrra lífi. Gæti vel verið. Elska pizzur og spænska tónlist. Besta ráð sem þú hefur fengið? Aldrei hætta að elta drauminn, því hann mun rætast ef þú kastar honum út í kosmósið. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Lífið er svo geggjað fyrirbæri. Fólkið sem fylgir manni í lífinu er það sem gerir lífið skemmtilegt. Það væri asskoti einmanalegt ef maður ætti ekki einhverja sem leiða mann áfram þennan veg sem við göngum. Þegar brekkurnar koma þá er nauðsynlegt að hafa einhvern sem ýtir á bakið og hjálpar manni upp. Það er svo ekkert betra í heiminum en að sjá börnin mín heilbrigð og hamingjusöm. Þau eru klárlega það besta og skemmtilegasta sem hefur komið inn í líf mitt.
Innblásturinn Tengdar fréttir „Reyni að þakka fyrir allt það sem ég fæ á hverjum degi“ Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, er landsþekktur tónlistarmaður og lífskúnstner með meiru. Hann er þekktur fyrir jákvæðni og lífsgleði og segir lífið sjálft vera það allra skemmtilegasta. Jónsi er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 11. júní 2022 11:31 „Gott að hafa í huga að það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi“ Glódís Perla Viggósdóttir er atvinnu fótboltakona sem hefur með sanni vakið athygli úti á velli. Hún hefur gaman af lífinu, býr yfir miklu keppnisskapi og elskar heimagert guacamole. Glódís Perla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 4. júní 2022 11:31 „Finn alltaf mikinn mun á mér eftir gott deit kvöld með kærastanum“ Anna Fríða Gísladóttir er lífskúnstner sem hefur látið til sín taka í atvinnulífinu á undanförnum árum. Hún starfar forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY, elskar kaffi og segir sjaldan nei við góðri steik. Anna Fríða er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 28. maí 2022 11:31 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Reyni að þakka fyrir allt það sem ég fæ á hverjum degi“ Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, er landsþekktur tónlistarmaður og lífskúnstner með meiru. Hann er þekktur fyrir jákvæðni og lífsgleði og segir lífið sjálft vera það allra skemmtilegasta. Jónsi er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 11. júní 2022 11:31
„Gott að hafa í huga að það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi“ Glódís Perla Viggósdóttir er atvinnu fótboltakona sem hefur með sanni vakið athygli úti á velli. Hún hefur gaman af lífinu, býr yfir miklu keppnisskapi og elskar heimagert guacamole. Glódís Perla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 4. júní 2022 11:31
„Finn alltaf mikinn mun á mér eftir gott deit kvöld með kærastanum“ Anna Fríða Gísladóttir er lífskúnstner sem hefur látið til sín taka í atvinnulífinu á undanförnum árum. Hún starfar forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY, elskar kaffi og segir sjaldan nei við góðri steik. Anna Fríða er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 28. maí 2022 11:31