Enski boltinn

Engir stórleikir á Englandi í aðdraganda HM

Atli Arason skrifar
Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate ásamt fyrirliðanum Harry Kane.
Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate ásamt fyrirliðanum Harry Kane. Getty/Nick Potts

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur ásamt enska knattspyrnusambandinu beðið ensku úrvalsdeildina að stilla ekki upp neinum stórleik í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Katar.

HM í Katar hefst 21. nóvember og úrslitaleikurinn verður 18. desember. Öll helstu mót félagsliða verða sett á ís á meðan heimsmeistaramótið fer fram. Southgate vill að enska úrvalsdeildin forðist að setja á stórleiki milli topp sex liðanna, Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham frá 12. nóvember og fram að móti.

Flest af stóru nöfnunum í enska landsliðhópnum leika með þessum liðum. Vonast Southgate þá væntanlega til þess að mikilvægustu leikmenn liðsins fái kærkomna hvíld fyrir heimsmeistaramótið en leikjaprógram félagsliða verður afskaplega þétt á komandi tímabili vegna þess að HM fer fram að vetri til. Bresku miðlarnir Metro og Sky Sports greina bónorði Southgate í dag.

„Við höfum beðið úrvalsdeildina að hugsa málið, við skiljum þó að niðurröðun leikja verður mjög flókið verkefni,“ sagði Southgate á fréttamannafundi fyrir leik Englands gegn Ungverjalandi á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×