„Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. júní 2022 11:30 Fríd, Karítas og Áslaug Dungal standa að tónleikum í Mengi í kvöld. Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. Áslaug, Fríd og Karítas eiga það sameiginlegt að hafa verið virkar í íslensku tónlistarlífi undanfarið og skapa allar draumkennda tónlist á eigin hátt. Fríd gaf nýverið út lagið Rebirth, Karítas var að gefa út lagið Carried Away ásamt tónlistarmyndbandi sem var frumsýnt á Vísi fyrir helgi og síðastliðinn janúar gaf Áslaug út sína fyrstu EP plötu sem heitir Óviss. Áslaug Dungal, KARÍTAS og Fríd hafa allar verið virkar í íslensku tónlistarlífi.Aðsend Hvenær kviknaði hugmyndin að sameina krafta ykkar með tónleikum? Fríd: Ég hitaði upp fyrir Karítas á útgáfutónleikunum hennar 2019 og við höfum svo verið að fylgjast með hvorri annarri síðan. Hún hafði svo samband við mig núna fyrir stuttu og við ákváðum að slá til og halda sameiginlega tónleika ásamt Áslaugu Dungal. View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Það er alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum. Hvernig mynduð þið lýsa eigin stíl í tónlistinni? Karítas: Ég held að það við eigum það sameiginlegt að við sköpum allar frekar draumkennda tónlist en á okkar eigin hátt. View this post on Instagram A post shared by KARI TAS (@karitasodins) Fríd er til dæmis með mjög afgerandi R&B stíl, Áslaug er aðeins út í rokkaðri stefnu og það má lýsa minni tónlist sem eins konar rökkur-poppi. View this post on Instagram A post shared by Áslaug María Dungal (@aslaugdungal) Hvaðan sækið þið innblástur í ykkar listsköpun? Áslaug: Ég sæki helst innblástur frá því tónlistarfólki sem ég held mest upp á á þeirri stundu. Þegar það kemur að textaskrifum fæ ég mikinn innblástur frá umhverfinu og fólkinu í kringum mig. KARÍTAS: Alls staðar frá en oftast kemur innblásturinn frá því sem að ég hef upplifað sjálf. Fríd: Ég sæki innblástur úr mörgum áttum; náttúrunni, málverkum, ljósmyndum, annarri tónlist og svo auðvitað atburðum úr eigin lífi. Húsið opnar klukkan 20:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn hér. Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Frumsýning á tónlistarmyndbandi Karítasar: „Ákveðin tilfinning sem flæðir um mann“ Tónlistarkonan, Reykjavíkurdóttirin og plötusnúðurinn Karítas Óðinsdóttir sendi frá sér lagið Carried Away 27. maí síðastliðinn. Hún frumsýnir nú hér á Vísi tónlistarmyndbandið við lagið, sem fjallar meðal annars um að gefa einhverjum síðasta tækifærið. 9. júní 2022 12:01 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Áslaug, Fríd og Karítas eiga það sameiginlegt að hafa verið virkar í íslensku tónlistarlífi undanfarið og skapa allar draumkennda tónlist á eigin hátt. Fríd gaf nýverið út lagið Rebirth, Karítas var að gefa út lagið Carried Away ásamt tónlistarmyndbandi sem var frumsýnt á Vísi fyrir helgi og síðastliðinn janúar gaf Áslaug út sína fyrstu EP plötu sem heitir Óviss. Áslaug Dungal, KARÍTAS og Fríd hafa allar verið virkar í íslensku tónlistarlífi.Aðsend Hvenær kviknaði hugmyndin að sameina krafta ykkar með tónleikum? Fríd: Ég hitaði upp fyrir Karítas á útgáfutónleikunum hennar 2019 og við höfum svo verið að fylgjast með hvorri annarri síðan. Hún hafði svo samband við mig núna fyrir stuttu og við ákváðum að slá til og halda sameiginlega tónleika ásamt Áslaugu Dungal. View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Það er alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum. Hvernig mynduð þið lýsa eigin stíl í tónlistinni? Karítas: Ég held að það við eigum það sameiginlegt að við sköpum allar frekar draumkennda tónlist en á okkar eigin hátt. View this post on Instagram A post shared by KARI TAS (@karitasodins) Fríd er til dæmis með mjög afgerandi R&B stíl, Áslaug er aðeins út í rokkaðri stefnu og það má lýsa minni tónlist sem eins konar rökkur-poppi. View this post on Instagram A post shared by Áslaug María Dungal (@aslaugdungal) Hvaðan sækið þið innblástur í ykkar listsköpun? Áslaug: Ég sæki helst innblástur frá því tónlistarfólki sem ég held mest upp á á þeirri stundu. Þegar það kemur að textaskrifum fæ ég mikinn innblástur frá umhverfinu og fólkinu í kringum mig. KARÍTAS: Alls staðar frá en oftast kemur innblásturinn frá því sem að ég hef upplifað sjálf. Fríd: Ég sæki innblástur úr mörgum áttum; náttúrunni, málverkum, ljósmyndum, annarri tónlist og svo auðvitað atburðum úr eigin lífi. Húsið opnar klukkan 20:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn hér.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Frumsýning á tónlistarmyndbandi Karítasar: „Ákveðin tilfinning sem flæðir um mann“ Tónlistarkonan, Reykjavíkurdóttirin og plötusnúðurinn Karítas Óðinsdóttir sendi frá sér lagið Carried Away 27. maí síðastliðinn. Hún frumsýnir nú hér á Vísi tónlistarmyndbandið við lagið, sem fjallar meðal annars um að gefa einhverjum síðasta tækifærið. 9. júní 2022 12:01 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Frumsýning á tónlistarmyndbandi Karítasar: „Ákveðin tilfinning sem flæðir um mann“ Tónlistarkonan, Reykjavíkurdóttirin og plötusnúðurinn Karítas Óðinsdóttir sendi frá sér lagið Carried Away 27. maí síðastliðinn. Hún frumsýnir nú hér á Vísi tónlistarmyndbandið við lagið, sem fjallar meðal annars um að gefa einhverjum síðasta tækifærið. 9. júní 2022 12:01