Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 22:12 Frá Svalbarða þar sem hlýnar einna mest á jörðinni þessa stundina. Vísir/Getty Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni. Þegar var vitað að norðurskautið hlýnar um þrisvar sinnum hraðar en jörðin að meðaltali. Rannsókn veðurfræðinganna leiddi í ljós að hlýnunin getur verið enn öfgafyllri á einstökum stöðum en menn töldu. Meðalárshiti yfir Norður-Barentshafi hækkar þannig nú um allt að 2,7 gráður á áratug. Meðalhlýnun jarðar á þessari öld hefur verið um 0,32 gráður á áratug. Á haustin er hlýnunin enn hraðari á norðurslóðunum, allt að fjórar gráður á áratug. „Við bjuggumst við því að sjá mikla hlýnun en ekki af þeirri stærðargráðu sem við fundum,“ segir Ketil Isaksen frá norsku veðurstofunni við breska blaðið The Guardian. Rannsókn Isaksen og félaga hans byggðist á gögnum frá sjálfvirkum veðurstöðvum á Svalbarða og á Frans Jósefslandi. Gögnin frá þeim höfðu ekki áður farið í gegnum gæðaeftirlit eða verið birt opinberlega. Niðurstaðan var að Norður-Barentshafssvæðið hafi hlýnað tvisvar til tvisvar og hálfu sinni hraðar en aðrir hlutar norðurskautsins og fimm- til sjöfalt hraðar en heimsmeðaltalið. „Þessi rannsókn sýnir að jafnvel bestu mögulegu líkönin hafa vanmetið hraða hlýnunar í Barentshafi,“ segir Ruth Mottram frá dönsku veðurstofunni sem tók ekki þátt í rannsókninni. Aðstæður í Barentshafi líkist nú meir Norður-Atlantshafi en Norður-Íshafinu. Ólíklegt sé að hafís þrauki þar mikið lengur. Sterk fylgni reyndist á milli bráðnunar hafíss og loft- og sjávarhita í rannsókninni. Isaksen segir að hlýnunin hafi mikil áhrif á vistkerfi á norðurskautinu. Þá séu mögulega tengsl á milli hraðrar hlýnunar á norðurskautinni og veðuröfga sunnan heimskautsins. Vísindamenn telja að hnattræn hlýnun vegar stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, gæti náð 2°C um miðja öldina og allt að 3,3°C til 5,7°C fyrir lok hennar verði lítið gert til að hefta losun. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Þegar var vitað að norðurskautið hlýnar um þrisvar sinnum hraðar en jörðin að meðaltali. Rannsókn veðurfræðinganna leiddi í ljós að hlýnunin getur verið enn öfgafyllri á einstökum stöðum en menn töldu. Meðalárshiti yfir Norður-Barentshafi hækkar þannig nú um allt að 2,7 gráður á áratug. Meðalhlýnun jarðar á þessari öld hefur verið um 0,32 gráður á áratug. Á haustin er hlýnunin enn hraðari á norðurslóðunum, allt að fjórar gráður á áratug. „Við bjuggumst við því að sjá mikla hlýnun en ekki af þeirri stærðargráðu sem við fundum,“ segir Ketil Isaksen frá norsku veðurstofunni við breska blaðið The Guardian. Rannsókn Isaksen og félaga hans byggðist á gögnum frá sjálfvirkum veðurstöðvum á Svalbarða og á Frans Jósefslandi. Gögnin frá þeim höfðu ekki áður farið í gegnum gæðaeftirlit eða verið birt opinberlega. Niðurstaðan var að Norður-Barentshafssvæðið hafi hlýnað tvisvar til tvisvar og hálfu sinni hraðar en aðrir hlutar norðurskautsins og fimm- til sjöfalt hraðar en heimsmeðaltalið. „Þessi rannsókn sýnir að jafnvel bestu mögulegu líkönin hafa vanmetið hraða hlýnunar í Barentshafi,“ segir Ruth Mottram frá dönsku veðurstofunni sem tók ekki þátt í rannsókninni. Aðstæður í Barentshafi líkist nú meir Norður-Atlantshafi en Norður-Íshafinu. Ólíklegt sé að hafís þrauki þar mikið lengur. Sterk fylgni reyndist á milli bráðnunar hafíss og loft- og sjávarhita í rannsókninni. Isaksen segir að hlýnunin hafi mikil áhrif á vistkerfi á norðurskautinu. Þá séu mögulega tengsl á milli hraðrar hlýnunar á norðurskautinni og veðuröfga sunnan heimskautsins. Vísindamenn telja að hnattræn hlýnun vegar stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, gæti náð 2°C um miðja öldina og allt að 3,3°C til 5,7°C fyrir lok hennar verði lítið gert til að hefta losun.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira