Pósturinn leitar umhverfisvænni leiða fyrir bílaflotann Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júní 2022 07:00 Nýi flutningabíllinn frá Scania sem bættist í bílaflota Póstins nýverið. Pósturinn hefur hafið samstarf við fyrirtækið VETNIS til að kanna notkun á vetni fyrir flutningabíla á lengri leiðum þar sem aðrir orkugjafar henta síður. Á síðasta ári var hafist handa við tilraunaverkefni sem snýst um að skoða ferðir flutningabíla Póstsins um landið og hvar gæti hentað að setja niður vetnisstöðvar, meðal annars með tilliti til rekstraröryggis. Þróun vetnisframleiðslu hérlendis og uppbygging innviða gæti tekið fáein ár en margir hafa trú á því að vetni leysi jarðefnaolíu af hólmi ásamt rafmagni og metani. „Við hjá Póstinum leitum sífellt tækifæra til að draga úr kolefnislosun af flutningum og dreifingu. Þetta skiptir okkur miklu máli og við viljum vera í fararbroddi íslenskra flutninga- og dreifingarfyrirtækja í umhverfismálum og nota vistvænustu bifreiðarnar sem á hverjum tíma er völ á. Í dag eru farartæki Póstsins knúin af jarðefnaolíu, rafmagni og metani en í framtíðinni stefnum við að því að bílaflotinn gangi allur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum af ýmsu tagi, enda aðstæður, vegalengdir og leiðir fjölbreyttar,“ segir Guðmundur Karl Guðjónsson, forstöðumaður hjá Póstinum. Guðmundur Karl Guðjónsson, forstöðumaður hjá Póstinum. Óku um 5,5 milljónir kílómetra á árinu 2021 Starfsmenn Póstsins og verktakar á hans vegum óku um 5,5 milljónir km á árinu 2021 að sögn Guðmundar Karls. „Þá eru taldir með bæði lengri flutningar, flutningar milli staða og dreifing í þéttbýli og dreifbýli. Hins vegar sinna hjólapóstar nú bréfadreifingu í þéttbýli á um rúmlega 50 rafknúnum pósthjólum sem komu í stað fjölda bíla sem starfsfólk keyrði áður út í hverfin. Árið 2021 óku hjólapóstarnir nálægt 400.000 km en gaman er að segja frá því að hugmyndin um útburð á rafmagnshjólum kom upphaflega frá einum af bréfberum Póstsins. Á síðasta ári tókum við einnig stöðuna á bílakostinum og æskilegri endurnýjun hans, með tilliti til hvaða bílar eru tiltækir, mismunandi eldsneytis og hvaða tækninýjungar eru handan við hornið. Samþykkt var fjárfestingaráætlun til þriggja ára um endurnýjun bílaflotans og við teiknuðum upp grófa mynd af því hvað tekur við eftir það,“ segir hann. Nýr Scania flutningabíll bætist í flotann Í byrjun árs 2022 bættist nýr flutningabíll frá Scania í bílaflota Íslandspósts. Scania vann nýverið hin virtu „Green Truck“ verðlaun í sjötta skiptið í röð en þau eru veitt fyrir framúrskarandi hagkvæmni í flutningum og nýtingu eldsneytis. „Við hjá Póstinum fylgjumst mjög vel með hvaða möguleika fyrirtækið hefur á næstu árum til að minnka kolefnisspor fyrirtækisins í flutningum og dreifingu og við stefnum á að öll dreifing á minni bílum í þéttbýli verði „græn“ fyrir árið 2025,“ segir Guðmundur Karl ennfremur. Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent
„Við hjá Póstinum leitum sífellt tækifæra til að draga úr kolefnislosun af flutningum og dreifingu. Þetta skiptir okkur miklu máli og við viljum vera í fararbroddi íslenskra flutninga- og dreifingarfyrirtækja í umhverfismálum og nota vistvænustu bifreiðarnar sem á hverjum tíma er völ á. Í dag eru farartæki Póstsins knúin af jarðefnaolíu, rafmagni og metani en í framtíðinni stefnum við að því að bílaflotinn gangi allur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum af ýmsu tagi, enda aðstæður, vegalengdir og leiðir fjölbreyttar,“ segir Guðmundur Karl Guðjónsson, forstöðumaður hjá Póstinum. Guðmundur Karl Guðjónsson, forstöðumaður hjá Póstinum. Óku um 5,5 milljónir kílómetra á árinu 2021 Starfsmenn Póstsins og verktakar á hans vegum óku um 5,5 milljónir km á árinu 2021 að sögn Guðmundar Karls. „Þá eru taldir með bæði lengri flutningar, flutningar milli staða og dreifing í þéttbýli og dreifbýli. Hins vegar sinna hjólapóstar nú bréfadreifingu í þéttbýli á um rúmlega 50 rafknúnum pósthjólum sem komu í stað fjölda bíla sem starfsfólk keyrði áður út í hverfin. Árið 2021 óku hjólapóstarnir nálægt 400.000 km en gaman er að segja frá því að hugmyndin um útburð á rafmagnshjólum kom upphaflega frá einum af bréfberum Póstsins. Á síðasta ári tókum við einnig stöðuna á bílakostinum og æskilegri endurnýjun hans, með tilliti til hvaða bílar eru tiltækir, mismunandi eldsneytis og hvaða tækninýjungar eru handan við hornið. Samþykkt var fjárfestingaráætlun til þriggja ára um endurnýjun bílaflotans og við teiknuðum upp grófa mynd af því hvað tekur við eftir það,“ segir hann. Nýr Scania flutningabíll bætist í flotann Í byrjun árs 2022 bættist nýr flutningabíll frá Scania í bílaflota Íslandspósts. Scania vann nýverið hin virtu „Green Truck“ verðlaun í sjötta skiptið í röð en þau eru veitt fyrir framúrskarandi hagkvæmni í flutningum og nýtingu eldsneytis. „Við hjá Póstinum fylgjumst mjög vel með hvaða möguleika fyrirtækið hefur á næstu árum til að minnka kolefnisspor fyrirtækisins í flutningum og dreifingu og við stefnum á að öll dreifing á minni bílum í þéttbýli verði „græn“ fyrir árið 2025,“ segir Guðmundur Karl ennfremur.
Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent