Krefst þess að Liverpool bjóði Eriksen samning Atli Arason skrifar 18. júní 2022 08:01 Christian Eriksen er eftisóttur Getty Images Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, biðlar til félagsins að gera Dananum Christian Eriksen samningstilboð. Christian Eriksen gerði afar vel í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildinni með Brentford. Eriksen skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í 11 leikjum með Brentford á nýliðnu tímabili í úrvalsdeildinni. Eriksen hefur í gegnum sinn ferill spilað í sóknarsinnuðu hlutverki á miðjunni en gekk í gegnum endurnýjaða lífdaga aftar á miðjunni hjá Brentford. Samkvæmt samantekt the18 var xG Brentford töluvert hærra þegar Eriksen var inn á vellinum að tengja saman spilið. Frá því að Eriksen kom aftur í úrvalsdeildina eru aðeins Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, og Martin Odegaard, leikmaður Arsenal, sem hafa skapað fleiri færi í deildinni en danski landsliðsmaðurinn. Eftir að Eriksen fór í hjartastopp á EM 2020 var græddur í hann bjargráður sem gerði honum óheimilt að spila áfram með Inter Milan á Ítalíu. Þegar hann var leystur undan samningi við Inter gerði hann í kjölfarið eins árs samning við Brentford, samningur sem rennur út 30. júní næstkomandi. Eriksen er því frjálst að tala við önnur félög og getur því farið á frjálsri sölu til næsta vinnuveitanda. Manchester United og Tottenham eru sögð vera áhugasöm að fá Eriksen til liðs við sig. Jose Enrique hvetur sitt fyrrum félag Liverpool að hafa samband við Eriksen samkvæmt breska miðlinum Metro. „Áhugaverður leikmaður sem gæti verið ákveðin lausn á miðsvæðinu án þess að eyða neinu, því hann getur komið á frjálsri sölu,“ skrifaði Enrique á Instagram hringrás (e. story) sinni. Liverpool hefur áhuga á Jude Bellingham, miðjumanni Dortmund. Bellingham fæst þó ekki á neinu gjafaverði. Eftir að Liverpool keypti Darwin Núñez á hátt í 100 milljónir evra getur félagið ekki eytt annari eins upphæð án þess að vera í vandræðum vegna fjárhagsreglugerðar UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann væri skammtímalausn en þá gætum við beðið með tilboð í Bellingham fram á næsta tímabil. Eriksen er frábær leikmaður og getur barist um sæti í byrjunarliðinu. Næsta tímabil verður mjög langt,“ bætti Enrique við. Enrique telur að Eriksen gæti veitt Thiago samkeppni á miðju Liverpool. „Hann er þannig leikmaður, svipaður og Thiago en kannski aðeins sóknarsinnaðri. Thiago er samt töframaðurinn okkar.“ Eriksen hefur áður sagt að hann sé tilbúinn að hlusta á öll tilboð. „Ég er með kveikt á farsímanum mínum. Ég þekki umboðsmanninn minn það vel að ég veit að hann mun hringja í mig ef það er eitthvað áhugavert í boði. Ef það er ekkert áhugavert, þá hringir hann ekki,“ sagði Eriksen. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Christian Eriksen gerði afar vel í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildinni með Brentford. Eriksen skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í 11 leikjum með Brentford á nýliðnu tímabili í úrvalsdeildinni. Eriksen hefur í gegnum sinn ferill spilað í sóknarsinnuðu hlutverki á miðjunni en gekk í gegnum endurnýjaða lífdaga aftar á miðjunni hjá Brentford. Samkvæmt samantekt the18 var xG Brentford töluvert hærra þegar Eriksen var inn á vellinum að tengja saman spilið. Frá því að Eriksen kom aftur í úrvalsdeildina eru aðeins Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, og Martin Odegaard, leikmaður Arsenal, sem hafa skapað fleiri færi í deildinni en danski landsliðsmaðurinn. Eftir að Eriksen fór í hjartastopp á EM 2020 var græddur í hann bjargráður sem gerði honum óheimilt að spila áfram með Inter Milan á Ítalíu. Þegar hann var leystur undan samningi við Inter gerði hann í kjölfarið eins árs samning við Brentford, samningur sem rennur út 30. júní næstkomandi. Eriksen er því frjálst að tala við önnur félög og getur því farið á frjálsri sölu til næsta vinnuveitanda. Manchester United og Tottenham eru sögð vera áhugasöm að fá Eriksen til liðs við sig. Jose Enrique hvetur sitt fyrrum félag Liverpool að hafa samband við Eriksen samkvæmt breska miðlinum Metro. „Áhugaverður leikmaður sem gæti verið ákveðin lausn á miðsvæðinu án þess að eyða neinu, því hann getur komið á frjálsri sölu,“ skrifaði Enrique á Instagram hringrás (e. story) sinni. Liverpool hefur áhuga á Jude Bellingham, miðjumanni Dortmund. Bellingham fæst þó ekki á neinu gjafaverði. Eftir að Liverpool keypti Darwin Núñez á hátt í 100 milljónir evra getur félagið ekki eytt annari eins upphæð án þess að vera í vandræðum vegna fjárhagsreglugerðar UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann væri skammtímalausn en þá gætum við beðið með tilboð í Bellingham fram á næsta tímabil. Eriksen er frábær leikmaður og getur barist um sæti í byrjunarliðinu. Næsta tímabil verður mjög langt,“ bætti Enrique við. Enrique telur að Eriksen gæti veitt Thiago samkeppni á miðju Liverpool. „Hann er þannig leikmaður, svipaður og Thiago en kannski aðeins sóknarsinnaðri. Thiago er samt töframaðurinn okkar.“ Eriksen hefur áður sagt að hann sé tilbúinn að hlusta á öll tilboð. „Ég er með kveikt á farsímanum mínum. Ég þekki umboðsmanninn minn það vel að ég veit að hann mun hringja í mig ef það er eitthvað áhugavert í boði. Ef það er ekkert áhugavert, þá hringir hann ekki,“ sagði Eriksen.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira