Enski boltinn

Jesus þrýstir á Pep | Vill fara til Arsenal

Atli Arason skrifar
Gabriel Jesus hringir inn félagaskipti sín.
Gabriel Jesus hringir inn félagaskipti sín. Getty Images

Gabriel Jesus er orðinn spenntur fyrir þeirri hugmynd að ganga til liðs við Arsenal í sumar.

Arsenal hefur lagt inn tilboð upp á 42,5 milljónir punda og Jesus er sjálfur sagður vera þrýsta á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, að samþykkja tilboð Arsenal. Það er brasilíska útgáfa Goal.com sem greinir frá.

Guardiola hefur áður sagt að ef leikmaður vill fara frá liðinu þá muni hann ekki standa í vegi fyrir brottför. Það virðist því fátt geta komið í veg fyrir að Arsenal fái þennan 25 ára gamla Brassa.

Samningur Jesus við City rennur út eftir næsta tímabil en leikmaðurinn á að vera efstur á lista Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, til að styrkja framlínu Arsenal fyrir næsta tímabil.

Jesus var mikið að spila út á kanti hjá City á síðasta tímabili og eftir komu Erling Haaland þá varð nokkuð ljóst að dagar Jesus sem framherji hjá City væru taldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×