Enski boltinn

Vieira kominn til Arsenal

Sindri Sverrisson skrifar
Fabio Vieira er orðinn leikmaður Arsenal
Fabio Vieira er orðinn leikmaður Arsenal Arsenal

Arsenal kynnti í dag til leiks portúgalska miðjumanninn Fabio Vieira sem félagið keypti af Porto. Kaupverðið nemur 34 milljónum punda, jafnvirði 5,5 milljarða króna, að meðtöldum árangurstengdum greiðslum.

Vieira er 22 ára gamall og er þriðji leikmaðurinn sem að Arsenal kaupir í sumar. Áður hafði félagið sótt sér markvörðinn Matt Turner og brasilíska sóknarmanninn Marquinhos.

Vieira skoraði sex mörk í 27 leikjum í portúgölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og alls sjö mörk í 39 leikjum á leiktíðinni.

Hann á enn eftir að spila fyrir portúgalska A-landsliðið, en var valinn leikmaður mótsins á Evrópumóti U-21 árs í fyrra.

„Ég er gríðarlega spenntur yfir að hafa fundið og keypt svona hæfileikaríkan mann. Fabio er mjög skapandi leikmaður með mikil gæði og fjölhæfni fyrir okkar sóknarleik,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×