Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2022 08:12 Inger Støjberg var í desember síðastliðinn dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. EPA Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. Støjberg staðfestir þetta í samtali við Skive Folkblad í morgun, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki síðustu daga og vikur um að nýr flokkur væri í burðarliðnum. Støjberg segir að flokkurinn muni leggja sérstaka áherslu á málefni Dana utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eigi sér í lagi við um heilbrigðismál, starfsumhverfi fyrirtækja, matvælaframleiðslu og dagleg verkefni hins almenna borgara. Hún segir að „borgaraleg, almenn skynsemi“ verði leiðarljós flokksins. Var dæmd í Ríkisrétti Støjberg var í desember dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Ríkisréttur hafði þá starfað og verið með málið til meðferðar síðan í september, en Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Hin 49 ára Støjberg lét af varaformennsku í Venstre í desember 2020 eftir deilur við formanninn Jakob Elleman-Jensen. Hún tók fyrst sæti á danska þinginu árið 2001, en hún lét af þingmennsku eftir að dómur féll í Ríkisrétti í desember 2021. Stefna á að bjóða fram í næstu kosningum Nú tekur við það verkefni að safna nægum undirskriftum til að flokkurinn geti boðið fram í næstu þingkosningum í landinu sem eiga að fara fram í síðasta lagi í júní á næsta ári. Ekki er langt síðan fyrrverandi formaður Venstre, Lars Løkke Rasmussen, sagði skilið við Venstre og tilkynnti um stofnun nýs flokks, Moderaterne. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21. desember 2021 16:35 Fyrrum forsætisráðherrann stofnar nýjan flokk Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári. 11. apríl 2021 08:25 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Støjberg staðfestir þetta í samtali við Skive Folkblad í morgun, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki síðustu daga og vikur um að nýr flokkur væri í burðarliðnum. Støjberg segir að flokkurinn muni leggja sérstaka áherslu á málefni Dana utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eigi sér í lagi við um heilbrigðismál, starfsumhverfi fyrirtækja, matvælaframleiðslu og dagleg verkefni hins almenna borgara. Hún segir að „borgaraleg, almenn skynsemi“ verði leiðarljós flokksins. Var dæmd í Ríkisrétti Støjberg var í desember dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Ríkisréttur hafði þá starfað og verið með málið til meðferðar síðan í september, en Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Hin 49 ára Støjberg lét af varaformennsku í Venstre í desember 2020 eftir deilur við formanninn Jakob Elleman-Jensen. Hún tók fyrst sæti á danska þinginu árið 2001, en hún lét af þingmennsku eftir að dómur féll í Ríkisrétti í desember 2021. Stefna á að bjóða fram í næstu kosningum Nú tekur við það verkefni að safna nægum undirskriftum til að flokkurinn geti boðið fram í næstu þingkosningum í landinu sem eiga að fara fram í síðasta lagi í júní á næsta ári. Ekki er langt síðan fyrrverandi formaður Venstre, Lars Løkke Rasmussen, sagði skilið við Venstre og tilkynnti um stofnun nýs flokks, Moderaterne. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21. desember 2021 16:35 Fyrrum forsætisráðherrann stofnar nýjan flokk Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári. 11. apríl 2021 08:25 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06
Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21. desember 2021 16:35
Fyrrum forsætisráðherrann stofnar nýjan flokk Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári. 11. apríl 2021 08:25