Enski boltinn

Fullyrðir að Pogba sé búinn að ná endanlegu samkomulagi við Juventus

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Paul Pogba er á leiðinni frá Manchester United til Juventus. Aftur.
Paul Pogba er á leiðinni frá Manchester United til Juventus. Aftur. Lukasz Laskowski/PressFocus/MB Media/Getty Images

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því að nú sé það endanlega frágengið að Paul Pogba sé á leið til Juventus á nýjan leik frá Manchester United.

Frá þessu greinir Romano á Twitter-síðu sinni þar sem hann lét orðin „here we go“ fylgja með, en það þýðir yfirleitt að hann hafi fengið orðrómana staðfesta.

Pogba hefur flakkað á milli Manchester United og Juventus allan sinn atvinnumannaferil, en hjá United steig Frakkin sín fyrstu skref. Árið 2012 gekk hann svo frítt í raðir Juventus þar sem hann var í fjögur ár og lék 128 deildarleiki fyrir félagið.

Forráðamenn United ákváðu síðan að kaupa Pogba aftur til liðsins árið 2016. Félagið keypti miðjumanninn þá á um 100 milljónir evra og Pogba varð þar með dýrasti leikmaður sögunnar.

Pogba náði hins vegar ekki þeim hæðum hjá United sem vonast var eftir, þrátt fyrir að hafa inn á milli sýnt hvað félagið var að borga fyrir. Eftir sex ár í Manchester-borg er Pogba nú á leiðinni frítt til Juventus í annað sinn á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×