Enski boltinn

Rooney hættir sem þjálfari Derby

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Wayne Rooney hefur óskað eftir því að hætta sem þjálfari Derby County.
Wayne Rooney hefur óskað eftir því að hætta sem þjálfari Derby County. Athena Pictures/Getty Images

Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins.

Rooney á enn eitt ár eftir af samningi sínum, en liðið féll úr B-deildinni undir hans stjórn á seinasta tímabili.

Rooney og lærisveinar hans börðust þó hetjulega og áttu lengi vel möguleika á að halda sér uppi, þrátt fyrir að 21 stig hafi verið dregið af liðinu vegna fjárhagsvandræða félagsins. Derby County fór í greiðslustöðvun í september á seinasta ári og hefur allar götur síðan verið að leita að nýjum eigendum.

„Mér finnst að félagið þurfi að fá einhvern með ferska orku til að taka við liðinu, en ekki einhvern sem hefur þurft að glíma við allt það sem hefur gengið á seinustu 18 mánuði,“ sagði Rooney í dag.

„Minn tími hjá félaginu hefur verið tilfinningarússíbani af tilfinningum, bæði slæmum og góðum. En ég verð að segja að ég hef notið þess að takast á við þessa áskorun. Ég mun horfa til baka á tíma minn hjá Derby með stolt í hjarta og ég vil nýta tækifærið til að þakka starfsfólkinu, leikmönnunum og að sjálfsögðu stuðningsmönnunum fyrir sinn frábæra stuðning. Ég mun aldrei gleyma ykkur og vonast til að sjá ykkur aftur í náinni framtíð og á meiri gleðitímum,“ sagði Rooney að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×