Enski boltinn

Arsenal og Manchester City ná samkomulagi um kaupin á Jesus

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gabriel Jesus er að öllum líkindum á leið til Arsenal.
Gabriel Jesus er að öllum líkindum á leið til Arsenal. James Gill - Danehouse/Getty Images

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá því í gærkvöldi að Arsenal og Manchester City væru búin að ná munnlegu samkomulagi um kaupverð á brasilíska framherjanum Gabriel Jesus.

Romano greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni, en þar kemur fram að Arsenal borgi 45 milljónir punda fyrir framherjan. Það samsvarar rúmlega 6,3 milljörðum íslenskra króna.

Brassinn hefur veriðeftirsóttur af liðum í Lundúnum, en ef marka má hina ýmsu sparkspekinga höfðu erkifjendur Arsenal í Tottenham einnig áhuga á því að fá Jesus í sínar raðir. Jesus hefur sjálfur sagst vilja spila í Meistaradeildinni - eitthvað sem hann fengi hjá Tottenham - en í hvíta hluta norður Lundúna yrði hann að öllum líkindum varamaður fyrir Harry Kane.

Jesus gekk í raðir Manchester City árið 2017 frá Palmeiras í heimalandinu. Síðan hann gekk í raðir City hefur hann skorað 58 mörk í 159 deildarleikjum. Þá á hann einnig að baki 56 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hefur skorað 19 mörk.


Tengdar fréttir

Jesus eftirsóttur í Lundúnum

Tottenham Hotspur virðist ætla að stela Gabriel Jesus undan nefinu á nágrönnum sínum í Arsenal. Skytturnar hafa verið á eftir framherja Englandsmeistara Manchester City það sem af er sumri en nú er Tottenham komið inn í myndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×