Enski boltinn

AC Milan hefur áhuga á Ziyech sem hefur óskað eftir sölu frá Chelsea

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hakim Ziyech er sagður vilja losna frá Chelsea.
Hakim Ziyech er sagður vilja losna frá Chelsea. Ivan Yordanov/MI News/NurPhoto via Getty Images

Marokkóski knattspyrnumaðurinn Hakim Ziyech hefur óskað eftir sölu frá Chelsea ef marka má erlenda miðla. Þá eru Ítalíumeistarar AC Milan sagðir hafa áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir.

Það er Daily Mail sem hefur þetta eftir Sky Sports Italia, en Ziech gekk í raðir Chelsea árið 2020 þegar Frank Lampard var við stjórnvölin.

Þessi 29 ára kantmaður hefur lengi verið undir smásjánni hjá AC Milan. Félagið telur líkur sínar á að landa Ziyech hafa aukist til muna í sumar.

Ziyech er samningsbundinn Chelsea til ársins 2025, en dvöl hans hjá Lundúnaliðinu gæti orðið styttri en vonast var eftir. Heimildarmenn Sky Sports Italia segja að umboðsmaður leikmannsins hafi nú þegar haft samband við forráðamenn AC Milan.

Ziyech hefur leikið 83 leiki fyrir Chelsea og skoraði í þeim 14 mörk síðan hann gekk í raðir félagsins frá Ajax árið 2020. Lundúnaliðið keypti leikmanninn á 33 milljónir punda og vilja ekki selja hann á minni pening en það.

Þá er einnig talið að Chelsea vilji helst að Ziyech fari frá félaginu á lánssamningi sem felur í sér möguleikan á kaupum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×