Erlent

Tuttugu og tveir fundust látnir en lítið er vitað um orsök

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Rannsókn er hafin.
Rannsókn er hafin. EPA/STR

Tuttugu og tveir einstaklingar á aldrinum 18 til 20 ára fundust látnir á vinsælli krá í borginni Austur London í Suður-Afríku.

Yfirvöldum á svæðinu var tilkynnt um atvikið af almenningi. Rannsókn á atvikinu er hafin samkvæmt lögregluyfirvöldum. Ættingjar fórnarlambana hafi verið kallaðir til til þess að aðstoða lögreglu við að bera kennsl á líkin. Að auki verði krufningar framkvæmdar sem fyrst þar sem enn sé lítið vitað um dánarorsök. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters

Samkvæmt fyrri umfjöllun BBC um málið greindu lögregluyfirvöld í Suður-Afríku frá því við miðilinn SABC að mögulega hafi troðningur myndast inni á kránni. BBC segir síðar að öryggissérfræðingur hafi staðfest að troðningur hafi ekki valdið dauðsföllum fólksins og verði athugað hvort eitrun hafi átt sér stað.

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×