Enski boltinn

Tilboð Clowes í Derby samþykkt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
David Clowes, verðandi eigandi Derby County.
David Clowes, verðandi eigandi Derby County.

Tilboð David Clowes í Derby County hefur verið samþykkt og hann vonast til að klára kaupin á félaginu næstkomandi miðvikudag.

Clowes keypti heimavöll Derby, Pride Park, síðastliðinn föstudag af fyrrum eiganda félagsins, Mel Morris. Í kjölfarið tilkynnti hann um áform sín um að ætla sér að reyna að kaupa félagið. Clowes rekur fasteignafélagið Clowes Dvelopments.

Derby County var sett í greiðslustöðvun í september á seinasta ári vegna mikilla fjárhagsörðuleika. Alls var 21 stig dregið af Derby og liðið féll að lokum úr ensku B-deildinni.

Wayne Rooney sagði svo starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins lausu á dögunum, en Liam Rosenior hefur verið ráðinn bráðabirgðastjóri liðsins.


Tengdar fréttir

Rooney hættir sem þjálfari Derby

Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×