Enski boltinn

Stórstjarnan lék sér með strákum á ströndinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland mátar hér Manchester City búninginn en hann mun væntanlega skora ófá mörkin í honum á næstu árum.
Erling Haaland mátar hér Manchester City búninginn en hann mun væntanlega skora ófá mörkin í honum á næstu árum. Getty/Lynne Cameron

Það syttist óðum í það að Erling Haaland mæti í ensku úrvalsdeildina en þessa dagana nýtur hann síðustu daganna í sumarfríinu áður en hann mætir í vinnuna hjá Manchester City.

Erlendir miðlar komust yfir myndband af þessum 21 árs gamla framherja vera að leika sér í fótbolta með ungum strákum á ströndinni á Marbella á suður Spáni.

Haaland sést þar halda boltanum á lofti í flæðarmálinu og þessir ungu piltar höðfu örugglega flotta sögu að segja þegar þeir snéru til sín heima.

Norska markavélin yfirgaf Borussia Dortmund í vor eftir tvö mögnuð tímabil þar sem hann skoraði 86 mörk í aðeins 89 leikjum í öllum keppnum.

Englandsmeistarar Manchester City eru til alls líklegir með Haaland innanborðs. Hann hefur skorað alls staðar þar sem hann hefur komið og ætti að geta fengið frábæra þjónustu frá miðju- og kantmönnum Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×