Lukaku gekk í raðir Chelsea frá Inter í ágúst á seinasta ári fyrir 97,5 milljónir punda. Hann er dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi og næst dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi á efti Jack Grealish.
Þessi 29 ára framherji hefur þó átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Lundúnaliðsins. Í 26 deildarleikjum hefur hann aðeins skorað átta mörk og undir lok seinasta árs lét Lukaku óánægju sína í ljós í viðtali við Sky Italia.
Inter greiðir Chelsea tæpar sjö milljónir punda fyrir lánið og þá er talið að framherjinn hafi samþykkt að taka á sig launalækkun til að láta verða af því að hann kæmist aftur til Inter. Fjárhagsstaða Inter er þannig að félagið hafði hvorki efni á því að greiða Lukaku sömu laun og hann fær hjá Chelsea né að kaupa framherjann.
Welcome back Rom 🖤💙 pic.twitter.com/VNnIZyMjs5
— Inter (@Inter) June 29, 2022