Cristiano Ronaldo vill 83 milljóna bætur fá lögmanni konunnar frá Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 08:31 Cristiano Ronaldo fagnar marki með Manchester United en hann fagnaði líka sigri í kærumálinu i Las Vegas. Getty/Ash Donelon Máli Cristiano Ronaldo og konunnar frá Las Vegas sem kærði hann fyrir nauðgun er ekki alveg lokið þótt að dómari hafi vísað kærumáli konunnar frá. Nú vilja lögmenn Ronaldo fá bætur. Ronaldo vill nú að bandaríski dómarinn skipi lögmanni konunnar, sem kærði hann fyrir nauðgun, að borga honum meira en 626 þúsund dollara í miskabætur eða meira en 83,6 milljónir króna. Dómarinn sem um ræðir er Jennifer Dorsey og hún var beðin um að sjá til að gera lögmann konunnar, Leslie Mark Stovall, persónulega ábyrga fyrir bótunum. Cristiano Ronaldo is asking a U.S. judge to order a woman s lawyer to pay the international soccer star more than $626,000 after claiming in a failed lawsuit seeking millions of dollars that Ronaldo raped the woman in Las Vegas nearly a decade earlier. https://t.co/197fbPslEu— AP Sports (@AP_Sports) June 29, 2022 Dómarinn hafði vísað málinu frá 10. júní þar sem Stovall lögmaður gerðist sek um að nota ólögleg sönnunargögn sem voru annaðhvort stolin eða hafði verið lekið til hennar. Lögmaðurinn fékk væna útreið frá dómaranum þegar kom að siðferði og að brjóta reglur dómstólsins. Fyrir vikið var málinu endanlega vísað frá og getur konan, Kathryn Mayorga að nafni, ekki aftur kært Ronaldo fyrir nauðgun. Bæturnar eru mun hærri en 375 þúsund dollara greiðsla Ronaldo til konunnar árið 2010 fyrir að þegja um málið. Lögmenn Ronaldo neita því ekki að Ronaldo hafi hitt Mayorga í júní 2008 og þau hafi sofið saman en það hafi verið með samþykki hennar. Mayorga er fyrrum fyrirsæta og kennari sem býr á Las Vegas svæðinu. Þau hittust á næturklúbbi á sínum tíma og fóru saman upp á hótelherbergi hans. Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Ronaldo vill nú að bandaríski dómarinn skipi lögmanni konunnar, sem kærði hann fyrir nauðgun, að borga honum meira en 626 þúsund dollara í miskabætur eða meira en 83,6 milljónir króna. Dómarinn sem um ræðir er Jennifer Dorsey og hún var beðin um að sjá til að gera lögmann konunnar, Leslie Mark Stovall, persónulega ábyrga fyrir bótunum. Cristiano Ronaldo is asking a U.S. judge to order a woman s lawyer to pay the international soccer star more than $626,000 after claiming in a failed lawsuit seeking millions of dollars that Ronaldo raped the woman in Las Vegas nearly a decade earlier. https://t.co/197fbPslEu— AP Sports (@AP_Sports) June 29, 2022 Dómarinn hafði vísað málinu frá 10. júní þar sem Stovall lögmaður gerðist sek um að nota ólögleg sönnunargögn sem voru annaðhvort stolin eða hafði verið lekið til hennar. Lögmaðurinn fékk væna útreið frá dómaranum þegar kom að siðferði og að brjóta reglur dómstólsins. Fyrir vikið var málinu endanlega vísað frá og getur konan, Kathryn Mayorga að nafni, ekki aftur kært Ronaldo fyrir nauðgun. Bæturnar eru mun hærri en 375 þúsund dollara greiðsla Ronaldo til konunnar árið 2010 fyrir að þegja um málið. Lögmenn Ronaldo neita því ekki að Ronaldo hafi hitt Mayorga í júní 2008 og þau hafi sofið saman en það hafi verið með samþykki hennar. Mayorga er fyrrum fyrirsæta og kennari sem býr á Las Vegas svæðinu. Þau hittust á næturklúbbi á sínum tíma og fóru saman upp á hótelherbergi hans.
Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira