Hafa byggt upp stærsta æðarvarp landsins í 22 ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júlí 2022 07:29 Blikinn sperrir sig montinn á meðan æðakollan situr spök inni í burstabæ við Sævarenda. Vísir/RAX Fuglaþorpið Sævarendi er í Loðmundarfirði en þar er sennilega stærsta æðarvarp á Íslandi, með um sexþúsund hreiður og tólfþúsund fugla. Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir eru æðarbændur af lífi og sál og hafa byggt upp æðarvarpið í Sævarenda í 22 ár. Ljósmyndarinn Rax heimsótti hjónin og tók myndir af æðarvarpinu og íbúum þess. Sumarseta æðarkollunnar við Sævarenda hófst árið 1951 í umsjá Kristins Halldórssonar en þá voru aðeins 176 hreiður í þorpinu. Nú eru hreiðrin orðin um sexþúsund og æðarfuglarnir um tólfþúsund. Árlega skilar æðarvarpið um hundrað kílóum af æðardún sem fer í dúnsængur framleiddar á Borgarfirði eystri. Ragna Valdimarsdóttir, Ólafur Aðalsteinsson, Albert haukur Gunnarsson og Jóhanna Óladóttir í æðarvarpinu í Loðmundarfirði.Vísir/Rax Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir hafa séð um æðarkolluþorpið við Sævarenda frá áramótum, í heil 22 ár. Þau dvelja þar á hverju sumri frá byrjun maí fram í júlí. Af því það er ófært landleiðina í Loðmundarfjörð fram að miðjum júní þurfa hjónin að bera allar vistir í átt að afskekktu húsinu sjálf. Á vorin þurfa þau svo að taka rösklega til hendinni því það þarf að laga girðingar eftir snjóþungan veturinn, koma hita á húsið og laga til í æðarkolluþorpinu. En þau eru heppin að hafa hjónin Albert Hauk Gunnarsson og Rögnu Valdimarsdóttur sér til aðstoðar á vorin. Fegurð fjarðarins er óumdeilanleg og skiljanlegt afhverju Bernd Koberling, einn helsti núlifandi málari þjóðverja, hefur haft sumarsetu þar og fengið innblástur fyrir vatnslitamyndir sínar síðan árið 1977.Vísir/Rax Fjölbreyttur húsakostur í þorpinu Þorpið hefur sín sérkenni og er húsakostur fuglanna býsna fjölbreyttur. Sumir fuglanna búa í einbýlishúsum, aðrir í netakúlum á meðan enn aðrir búa í hverfum sem minna á víkingahvefi frá fyrri öldum, búin til úr rekavið. Þá búa sumar kollurnar í blokkum með yfirsýn yfir hverfið, ein þeirra er pósthús á staðnum úr rauðri tunnu. Sumir æðarfuglanna búa í flottari og rúmgóðari húsum en aðrir, ekki ósvipað okkur mönnunum.Vísir/RAX Öll þessi hverfi hafa nöfn en þar á meðal má nefna Saurbær, þar sem allar kollurnar drita í einu komi einhver truflun að íbúunum. Þar að auki má finna hverfin Kassahæð, Mosfell, Skorukinn, Flóðodda, Heimahæð, Hólma og Stöng. Stærsta æðavarp á Íslandi.Vísir/RAX Ríkasta hverfið er í kringum Saurbæ en fátækari hverfin eru ofar í þorpinu, nær fjöllunum, í bláum plasttunnum. Fuglarnir eru misjafnir, rétt eins og hverfin, sumir eru rólegir á meðan aðrir eru villingar og frekjudollur. Karakter fuglanna sést hvað best þegar dúnninn er tekinn. Æðarkollan situr spök en í bakgrunni má sjá eina af blokkum þorpsins, rauða pósthúsið. Enn fjær má sjá fuglahræðuna sem stendur vaktina.Vísir/Rax Hætturnar leynast víða fyrir ungana litlu Æðarvarpið er girt af til að verjast tófunni og öðrum rándýrum sem viljast ráðast á varpið. Meðal þeirra varga sem herja á æðarvarpið eru tófa, svartbakur, hrafn og skúmur. Þegar ungarnir eru komnir úr eggjunum er synt af stað á öðrum degi yfir í Seyðisfjörð, þar sem þeir fara í Skálanesbót og Skálanes. Sumir unganna þurfa meiri hjálp en aðrir frá mæðrum sínum.Vísir/RAX Komist þeir lengra inn fjörðinn að Bæ í Seyðisfirði drepast flestir ungarnir vegna olíunnar úr El Grillo. Það þarf mjög litla olíu á dún ungana til að þeir sökkvi um leið en þá er veisla hjá veiðibjöllunni. Einn lítill nýfæddur æðarungi að berjast fyrir lífi sínu í kuldanum.Vísir/Rax Ólafur Aðalsteinsson segir að á undanförnum 22 árum hafi einungis komið tvö góð ár þar sem ungarnir komust flestir vel á legg. Í ár rigndi og flæddi yfir hólmana á stórstraumsflóði í bland við mikla snjóbráð með norðaustan belgingi sem stóð inn fjörðinn þannig að það hækkaði í ánni um rúman metra. Það má reikna með að rúmlega helmingur af þeim ungum sem komist hefðu á legg hafi drepist í flóðunum. Dúnninn fer í æðardúnssængur á Borgarfirði eystri Æðarvarpið að Sævarenda skilar um hundrað kílóum af æðardún sem fer í dúnsængur sem framleiddar eru á Borgarfrði eystri hjá fyrirtækinu Icelandic Down. Hér vappar ungi fram hjá æðarkollu en hann þarf þó að gæta sín því Loðmundarfjörður er hættulegur heimur fyrir æðarunga. Hætturnar leynast allt í senn á jörðu, sjó og lofti.Vísir/RAX Ragna Óskarsdóttir, fædd og uppalin í Reykjavík, flutti til Borgarfjarðar eystri þar sem hún býr núna og rekur Icelandic Down. Fyrirtækið var stofnað af tveimur fjölskyldum og eru hlutverkin mjög skýr. Á meðan Óli og Jóhanna sjá um hreiðursvæðið og tína dúninn í Loðmundarfirði sér fjölskylda Rögnu um að hreinsa dúninn, framleiða og markaðsetja vörurnar. Það gerist allt í höfuðstöðvum þeirra, pínulitlu bláu húsi á Borgarfirði eystri. Fuglahræða í gervi Ólafs Aðalsteinssonar vakir yfir æðarvarpinu til að fæla burt ýmsa varga.Vísir/Rax RAX Dýr Ljósmyndun Fuglar Múlaþing Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sumarseta æðarkollunnar við Sævarenda hófst árið 1951 í umsjá Kristins Halldórssonar en þá voru aðeins 176 hreiður í þorpinu. Nú eru hreiðrin orðin um sexþúsund og æðarfuglarnir um tólfþúsund. Árlega skilar æðarvarpið um hundrað kílóum af æðardún sem fer í dúnsængur framleiddar á Borgarfirði eystri. Ragna Valdimarsdóttir, Ólafur Aðalsteinsson, Albert haukur Gunnarsson og Jóhanna Óladóttir í æðarvarpinu í Loðmundarfirði.Vísir/Rax Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir hafa séð um æðarkolluþorpið við Sævarenda frá áramótum, í heil 22 ár. Þau dvelja þar á hverju sumri frá byrjun maí fram í júlí. Af því það er ófært landleiðina í Loðmundarfjörð fram að miðjum júní þurfa hjónin að bera allar vistir í átt að afskekktu húsinu sjálf. Á vorin þurfa þau svo að taka rösklega til hendinni því það þarf að laga girðingar eftir snjóþungan veturinn, koma hita á húsið og laga til í æðarkolluþorpinu. En þau eru heppin að hafa hjónin Albert Hauk Gunnarsson og Rögnu Valdimarsdóttur sér til aðstoðar á vorin. Fegurð fjarðarins er óumdeilanleg og skiljanlegt afhverju Bernd Koberling, einn helsti núlifandi málari þjóðverja, hefur haft sumarsetu þar og fengið innblástur fyrir vatnslitamyndir sínar síðan árið 1977.Vísir/Rax Fjölbreyttur húsakostur í þorpinu Þorpið hefur sín sérkenni og er húsakostur fuglanna býsna fjölbreyttur. Sumir fuglanna búa í einbýlishúsum, aðrir í netakúlum á meðan enn aðrir búa í hverfum sem minna á víkingahvefi frá fyrri öldum, búin til úr rekavið. Þá búa sumar kollurnar í blokkum með yfirsýn yfir hverfið, ein þeirra er pósthús á staðnum úr rauðri tunnu. Sumir æðarfuglanna búa í flottari og rúmgóðari húsum en aðrir, ekki ósvipað okkur mönnunum.Vísir/RAX Öll þessi hverfi hafa nöfn en þar á meðal má nefna Saurbær, þar sem allar kollurnar drita í einu komi einhver truflun að íbúunum. Þar að auki má finna hverfin Kassahæð, Mosfell, Skorukinn, Flóðodda, Heimahæð, Hólma og Stöng. Stærsta æðavarp á Íslandi.Vísir/RAX Ríkasta hverfið er í kringum Saurbæ en fátækari hverfin eru ofar í þorpinu, nær fjöllunum, í bláum plasttunnum. Fuglarnir eru misjafnir, rétt eins og hverfin, sumir eru rólegir á meðan aðrir eru villingar og frekjudollur. Karakter fuglanna sést hvað best þegar dúnninn er tekinn. Æðarkollan situr spök en í bakgrunni má sjá eina af blokkum þorpsins, rauða pósthúsið. Enn fjær má sjá fuglahræðuna sem stendur vaktina.Vísir/Rax Hætturnar leynast víða fyrir ungana litlu Æðarvarpið er girt af til að verjast tófunni og öðrum rándýrum sem viljast ráðast á varpið. Meðal þeirra varga sem herja á æðarvarpið eru tófa, svartbakur, hrafn og skúmur. Þegar ungarnir eru komnir úr eggjunum er synt af stað á öðrum degi yfir í Seyðisfjörð, þar sem þeir fara í Skálanesbót og Skálanes. Sumir unganna þurfa meiri hjálp en aðrir frá mæðrum sínum.Vísir/RAX Komist þeir lengra inn fjörðinn að Bæ í Seyðisfirði drepast flestir ungarnir vegna olíunnar úr El Grillo. Það þarf mjög litla olíu á dún ungana til að þeir sökkvi um leið en þá er veisla hjá veiðibjöllunni. Einn lítill nýfæddur æðarungi að berjast fyrir lífi sínu í kuldanum.Vísir/Rax Ólafur Aðalsteinsson segir að á undanförnum 22 árum hafi einungis komið tvö góð ár þar sem ungarnir komust flestir vel á legg. Í ár rigndi og flæddi yfir hólmana á stórstraumsflóði í bland við mikla snjóbráð með norðaustan belgingi sem stóð inn fjörðinn þannig að það hækkaði í ánni um rúman metra. Það má reikna með að rúmlega helmingur af þeim ungum sem komist hefðu á legg hafi drepist í flóðunum. Dúnninn fer í æðardúnssængur á Borgarfirði eystri Æðarvarpið að Sævarenda skilar um hundrað kílóum af æðardún sem fer í dúnsængur sem framleiddar eru á Borgarfrði eystri hjá fyrirtækinu Icelandic Down. Hér vappar ungi fram hjá æðarkollu en hann þarf þó að gæta sín því Loðmundarfjörður er hættulegur heimur fyrir æðarunga. Hætturnar leynast allt í senn á jörðu, sjó og lofti.Vísir/RAX Ragna Óskarsdóttir, fædd og uppalin í Reykjavík, flutti til Borgarfjarðar eystri þar sem hún býr núna og rekur Icelandic Down. Fyrirtækið var stofnað af tveimur fjölskyldum og eru hlutverkin mjög skýr. Á meðan Óli og Jóhanna sjá um hreiðursvæðið og tína dúninn í Loðmundarfirði sér fjölskylda Rögnu um að hreinsa dúninn, framleiða og markaðsetja vörurnar. Það gerist allt í höfuðstöðvum þeirra, pínulitlu bláu húsi á Borgarfirði eystri. Fuglahræða í gervi Ólafs Aðalsteinssonar vakir yfir æðarvarpinu til að fæla burt ýmsa varga.Vísir/Rax
RAX Dýr Ljósmyndun Fuglar Múlaþing Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira