Sainz náði í fyrsta sigur sinn í Formúlu 1 á Silverstone eftir frábæran kappakstur Árni Jóhannsson skrifar 3. júlí 2022 16:45 Carlos Sainz að sigla heim sigrinum á Silverstone í dag. GETTY IMAGES Carlos Sainz vann Breska kappaksturinn sem fram fór á Silverstone brautinni í Englandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Sainz í Formúlu 1 en hann náði í sinn fyrsta ráspól í gær. Kappaksturinn var fullur af dramatík og var sigurinn í mikilli hættu á tímabili. Sainz var eins og áður segir á ráspól í fyrsta sinn en þegar kappaksturinn hófst þá missti hann Max Verstappen fram úr sér en hafði heppnina með sér að endurræsa þurfti kappaksturinn. Endurræsa þurfti kappaksturinn vegna áreksturs sem varð til þess að Zhou Guanyu velti bílnum sínum og lenti fyrir utan öryggisvegg brautarinnar. Þegar áreksturinn var settur af stað aftur þá var það gert með upprunalegri röðun á ráspól þannig að Sainz endurheimti fyrsta ráspól. Það var gert vegna þess að ekki voru allir bílarnir komnir framhjá öryggisbíla línunni þegar rauða fánanum var flaggað til að stöðva áreksturinn. Mikið var um snertingu á milli bíla og skemmdir á þeim í kjölfarið og tapaði Max Verstappen stöðu sína en hann byrjaði í öðru sæti en endaði í því sjöunda að lokum. Þegar stutt var eftir þá þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina og það gerði það að verkum að hópurinn þéttist fyrir síðustu fimm eða sex hringina. Sergio Perez og Charles Leclerc í baráttunni í dag.GETTY IMAGES Sainz náði að halda í fyrsta sætið en sætin fyrir aftan hann breyttust heldur betur og á tímabili var Lewis Hamilton í öðru sæti og liðsfélagi Sainz, Charles Leclerc, í því þriðja en mikil barátta var um tvö síðustu verðlaunasætin. Sergio Perez á Red Bull náði þá að lauma sér í annað sætið í þeirri baráttu og endaði þar. Hamilton tók annað sætið og Leclerc þurfti að sætta sig við fjórða sætið. Gamla brýnið Fernando Alonso á Alpine bílnum náði að koma sér í fimmta sæti og gerði tilkall til efri sætanna. Charles Leclerc þurfti að lúta í lægra grasi fyrir Lewis Hamilton í baráttunni um verðlaunasæti.GETTY IMAGES Eftir Breska kappaksturinn heldur Max Verstappen efsta sæti í keppni ökuþóra, Sergio Perez er í öðru sæti og Charles Leclerc í því þriðja. Carlos Sainz er þá kominn í það fjórða. Í keppni bílasmiða er Red Bull efstir og með þokkalegt forskot á Ferrari sem er í öðru sæti og í því þriðja situr Mercedes. Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sainz var eins og áður segir á ráspól í fyrsta sinn en þegar kappaksturinn hófst þá missti hann Max Verstappen fram úr sér en hafði heppnina með sér að endurræsa þurfti kappaksturinn. Endurræsa þurfti kappaksturinn vegna áreksturs sem varð til þess að Zhou Guanyu velti bílnum sínum og lenti fyrir utan öryggisvegg brautarinnar. Þegar áreksturinn var settur af stað aftur þá var það gert með upprunalegri röðun á ráspól þannig að Sainz endurheimti fyrsta ráspól. Það var gert vegna þess að ekki voru allir bílarnir komnir framhjá öryggisbíla línunni þegar rauða fánanum var flaggað til að stöðva áreksturinn. Mikið var um snertingu á milli bíla og skemmdir á þeim í kjölfarið og tapaði Max Verstappen stöðu sína en hann byrjaði í öðru sæti en endaði í því sjöunda að lokum. Þegar stutt var eftir þá þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina og það gerði það að verkum að hópurinn þéttist fyrir síðustu fimm eða sex hringina. Sergio Perez og Charles Leclerc í baráttunni í dag.GETTY IMAGES Sainz náði að halda í fyrsta sætið en sætin fyrir aftan hann breyttust heldur betur og á tímabili var Lewis Hamilton í öðru sæti og liðsfélagi Sainz, Charles Leclerc, í því þriðja en mikil barátta var um tvö síðustu verðlaunasætin. Sergio Perez á Red Bull náði þá að lauma sér í annað sætið í þeirri baráttu og endaði þar. Hamilton tók annað sætið og Leclerc þurfti að sætta sig við fjórða sætið. Gamla brýnið Fernando Alonso á Alpine bílnum náði að koma sér í fimmta sæti og gerði tilkall til efri sætanna. Charles Leclerc þurfti að lúta í lægra grasi fyrir Lewis Hamilton í baráttunni um verðlaunasæti.GETTY IMAGES Eftir Breska kappaksturinn heldur Max Verstappen efsta sæti í keppni ökuþóra, Sergio Perez er í öðru sæti og Charles Leclerc í því þriðja. Carlos Sainz er þá kominn í það fjórða. Í keppni bílasmiða er Red Bull efstir og með þokkalegt forskot á Ferrari sem er í öðru sæti og í því þriðja situr Mercedes.
Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira