Enski boltinn

Conte að fá enn einn leikmanninn til Tottenham

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Clement Lenglet í baráttu gegn Harry Kane í Meistaradeild Evrópu. Þeir verða að öllum líkindum liðsfélagar á næsta tímabili.
Clement Lenglet í baráttu gegn Harry Kane í Meistaradeild Evrópu. Þeir verða að öllum líkindum liðsfélagar á næsta tímabili. Ian MacNicol/Getty Images

Varnarmaðurinn Clement Lenglet er að öllum líkindum á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur á lánssamningi frá Barcelona. Lenglet verður þá fimmti leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar.

Áður hafði Antonio Conte fengið Fraser Forster, Ivan Perisic, Yves Bissouma og Richarlison til liðsins. Nú virðist Lenglet vera að bætast í flóruna og er honum ætlað að styrkja varnarlínu Lundúnaliðsins.

Ef marka má orð Fabrizio Romano á Twitter þá styttist óðfluga í að samkomulag náist á milli Tottenham og Barcelona um að leikmaðurinn færi sig yfir til Englands á láni.

Lenglet hefur verið í herbúðum Barcelona frá árinu 2018. Hann hefur leikið 105 deildarleiki fyrir félagið, en tækifærin hafa verið af skornum skammti undanfarið. Þá á hann einnig að baki 15 leiki fyrir franska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×