„Þá var ekkert annað í stöðunni en að finna sér einhvern tilgang í lífinu“ Elísabet Hanna skrifar 6. júlí 2022 11:01 Rebekka Sif er að gefa út tvær skáldsögur á árinu. Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Rithöfundurinn Rebekka Sif Stefánsdóttir hefur starfað sem söngkona og söngkennari frá því að hún var tvítug. Í ár er hún að gefa út hvorki meira né minna en tvær skáldsögur með þriggja mánaða millibili. Hún fann sinn tilgang í skrifunum þegar Covid faraldurinn skall á. Áhuginn á skrifum hefur ávallt verið til staðar hjá Rebekku en hún fór í grunnám í bókmenntafræði og meistaranám í ritlist. Líkt og áður sagði spilar söngurinn einnig stórt hlutverk í hennar lífi. Rebekka er með kennaragráðu frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn, hefur verið að kenna ritlist á BA stigi sem stundakennari í HÍ og starfar sem verkefnastjóri Klifsins, skapandi seturs í Garðabæ: „ Það má segja að lífið mitt sé bland af söngi, skrifum og skapandi kennslu,“ segir Rebekka en blaðamaður Vísis hafði samband við hana og fékk að heyra meira af ferlinu á bak við bækurnar: Hvenær gafst þú út þína fyrstu bók og hvernig kom það til?Fyrsta bókin mín var Jarðvegur, mjög persónuleg ljóðabók sem kom út haustið 2020 í samstarfi við Blekfjelagið. Jarðvegur er ljóðverk í fimm hlutum en ljóðin voru ákveðin úrvinnsla og skapandi útrás eftir að hafa upplifað fósturmissi tvisvar árið áður. Þessi litla ljóðabók er mér mjög kær en skrifin hafa alltaf komið mér til hjálpar þegar eitthvað bjátar á. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Vissir þú alltaf að þú vildir verða rithöfundur?Ég man enn eftir því þegar við vinkonurnar vorum að tala um hvað við ætluðum að verða þegar við yrðum stórar í fyrsta eða öðrum bekk í grunnskóla. Svarið mitt var alltaf: Söngkona og rithöfundur. Þá var Britney Spears aðalgoðið og ég var alltaf með nefið ofan í bók eða að skálda einhverja söngtexta. Ég elti söngkonudrauminn til að byrja með og gaf út plötu, spilaði mína eigin tónlist út um allan bæ og menntaði mig í þaula í tónlist þannig skrifin sátu á hakanum lengi. Meistaranámið í ritlist gaf mér svo loksins tíma og rými til að einbeita mér að skrifunum og þroskast sem höfundur. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Er eitthvað sérstakt sem þú gerir þegar þú ert að skrifa?Ég þarf alltaf að setja mér markmið, annað hvort að setja á skeiðklukku og skrifa í fimmtán mínútur eða ná að skrifa 500-1000 orð á dag. Svo inn á milli tek ég mér alveg pásu og einbeiti mér að öðrum hlutum. Ég er ekki manneskjan sem tekst að skrifa á hverjum einasta degi, það væri alltof mikil pressa! En ég mæli með góðri einbeitingartónlist, ég næ sjálf að einbeita mér mest þegar ég set á klassíska tónlist án söngs. Hvernig er ferlið að gefa út bók?Það er svo mismunandi! Það getur tekið mjög langan tíma eða rosalega stuttan. Ég held að það sé algengara að taka sér ár eða meira til að skrifa skáldsögu en fyrstu skáldsöguna mína, Flot, skrifaði ég covidvorið 2020. Svo var ég að nostra við hana alveg þangað til núna vorið 2022. View this post on Instagram A post shared by bókahvísl rebekku (@bokahvisl) Önnur skáldsagan mín, Trúnaður, varð til mjög hratt, ég fékk hugmyndina að henni í lok nóvember 2021 og er hún að koma út 14. júlí hjá Storytel. Flot kom út í kilju hjá Króníku en sú seinni, Trúnaður, kemur út sem hljóð- og rafbók. Það er auðvitað munur þar á og í mínu tilfelli gekk ferlið við að gefa út Trúnað hraðar. Hvernig er að gefa út tvær bækur á sama árinu?Mjög stressandi! Ég fékk að vita fyrir meira en ári að Flot myndi koma út í vor og var það handrit búið að vera nánast tilbúið í langan tíma. Þannig að þegar Storytel hafði áhuga á að vinna með mér nýtt handrit stökk ég á tækifærið og demdi mér ofan í skrif á nýrri skáldsögu. Það var klárlega frábært spark í rassinn til að byrja á einhverju nýju en ég hafði verið að taka því rólega í fæðingarorlofi og skrifað lítíð sem ekkert eftir að sonur minn fæddist. Þetta er klárlega búið að vera svolítið strembið, það er erfitt að halda svona mörgum boltum á lofti í einu, en ég er á sama tíma mjög stolt af mér og þessum tveimur skáldsögum. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Hvað fannst þér skemmtilegast í ferlinu?Ég held að það sé lang skemmtilegast þegar handritið er búið að taka á sig almennilega mynd og ég get farið að leyfa vinum og fjölskyldu að lesa og fá að vita hvað þeim finnst. Þá fyrst verð ég spennt og leyfi mér að vera ánægð með afraksturinn og hætti að hafa áhyggjur af því að það sem ég er að skrifa sé einhver vitleysa. Hvað fannst þér mest krefjandi í ferlinu?Varðandi Flot þá var klárlega rosalega erfitt að senda handritið á útgáfur og bíða lengi í von og óvon eftir svari um hvort áhugi væri fyrir að gefa hana út eða ekki. Þessi bið er löng og höfnunarbréfin alls ekki upplífgandi. Ég sem betur fer þurfti ekki að leita of lengi og er svo hamingjusöm að hafa fundið þær Heiðu og Hörpu hjá Króníku. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Að skrifa Trúnað var allt annað ferli, þá vissi ég frá upphafi að bókin myndi koma út, þannig það var ekki vandamál. Ég setti hinsvegar mikla pressu á mig við skrifin og píndi mig oft til að setjast dauðþreytt niður á kvöldin eftir langan dag og skrifa. Ég hefði klárlega þurft að vera aðeins mildari við sjálfa mig. Á hverju eru bækurnar byggðar?Hugmyndina af Floti fékk ég þegar ég heimsótti vinkonu mína til Kaupmannahafnar og hún sagði mér að hún væri byrjuð að vinna á flotstofu. Ég hafði aldrei heyrt um flot og fannst þetta rosalega áhugavert, ég las mér til um það og strax sá ég fyrir mér unga konu í afgreiðslunni á flotstofu sem hafði gengið í gegnum ýmis áföll og var að reyna að koma sér út úr myrkrinu með því að fljóta og forðast raunveruleikann. Þannig varð aðalpersónan Fjóla til. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Fyrst skrifaði ég örsögu, sem varð að smásögu, sem varð svo að skáldsögu þegar samkomubanni var skellt á og ég mátti hvorki koma fram sem söngkona eða kenna. Þá var ekkert annað í stöðunni en að finna sér einhvern tilgang í lífinu, minn tilgangur var að vakna og skrifa um áföll og erfiðleika Fjólu. Trúnaður var búin að blunda í mér í langan tíma en fyrsta örsagan sem ég skilaði inn sem verkefni í ritlistinni haustið 2018 er upphafskaflinn í skáldsögunni. Ég hafði alltaf séð fyrir mér að halda áfram með persónuna í sögunni og komast að því hver hún væri. Svo þegar samstarf við Storytel kom upp ákvað ég að prófa mig loksins áfram með þessa stuttu sögu og konuna sem í henni var. Bókin er byggð á raunveruleika mismunandi íslenskra kvenna, hún er um fimm vinkonur sem eru allar mjög ólíkar og hafa vaxið í sundur í gegnum árin. Bókin gerist yfir einn dag en um kvöldið er saumaklúbbur þar sem þær þurfa allar að horfast í augu við hvor aðra, og fortíðina. View this post on Instagram A post shared by bókahvísl rebekku (@bokahvisl) Hvaðan koma hugmyndirnar?Hugmyndirnar koma allstaðar frá, ég hef mikinn áhuga á samskiptum fólks og tilfinningum. Mér finnst áhugavert að grafa ofan í huga og líðan persóna sem hafa lent í áföllum eða hafa einhverja undirliggjandi gremju gagnvart öðrum og hvernig það hefur áhrif á hegðun þeirra. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Hvað er framundan? Trúnaður kemur út bráðlega þannig það verður smá stúss og skemmtilegheit í kringum útgáfuna. Svo er annað handrit sem á stutt í land, barnabók. Annars er það svo alltaf söngurinn og söngkennslan sem heldur mér uppteknari og starf mitt sem verkefnastjóri Klifsins, en ég ætla aðeins að minnka við mig og búa mér til meiri tíma fyrir skrifin í haust. Fram að því ætla ég að njóta sumarsins og þessum stutta tíma þangað til sonur minn byrjar í leikskóla í september. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Rebekka Sif frumsýnir myndband Rebekka Sif Stefánsdóttir, tónlistarkona, gefur út sína fyrstu plötu fimmtudaginn 17. ágúst og af því tilefni gefur hún út tónlistarmynd við tiltillag plötunnar "Wondering“ sem er frumsýnt hér á Vísi. 12. ágúst 2017 18:04 Samdi lagið í ömurlegu íslensku sumarveðri ,,Lagið heitir I Told You og er skemmtilegt sumarlag sem er óþægilega auðvelt að fá á heilann,“ segir Rebekka Sif Stefánsdóttir um nýtt lag sem hún var að gefa út. 12. júní 2015 21:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Áhuginn á skrifum hefur ávallt verið til staðar hjá Rebekku en hún fór í grunnám í bókmenntafræði og meistaranám í ritlist. Líkt og áður sagði spilar söngurinn einnig stórt hlutverk í hennar lífi. Rebekka er með kennaragráðu frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn, hefur verið að kenna ritlist á BA stigi sem stundakennari í HÍ og starfar sem verkefnastjóri Klifsins, skapandi seturs í Garðabæ: „ Það má segja að lífið mitt sé bland af söngi, skrifum og skapandi kennslu,“ segir Rebekka en blaðamaður Vísis hafði samband við hana og fékk að heyra meira af ferlinu á bak við bækurnar: Hvenær gafst þú út þína fyrstu bók og hvernig kom það til?Fyrsta bókin mín var Jarðvegur, mjög persónuleg ljóðabók sem kom út haustið 2020 í samstarfi við Blekfjelagið. Jarðvegur er ljóðverk í fimm hlutum en ljóðin voru ákveðin úrvinnsla og skapandi útrás eftir að hafa upplifað fósturmissi tvisvar árið áður. Þessi litla ljóðabók er mér mjög kær en skrifin hafa alltaf komið mér til hjálpar þegar eitthvað bjátar á. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Vissir þú alltaf að þú vildir verða rithöfundur?Ég man enn eftir því þegar við vinkonurnar vorum að tala um hvað við ætluðum að verða þegar við yrðum stórar í fyrsta eða öðrum bekk í grunnskóla. Svarið mitt var alltaf: Söngkona og rithöfundur. Þá var Britney Spears aðalgoðið og ég var alltaf með nefið ofan í bók eða að skálda einhverja söngtexta. Ég elti söngkonudrauminn til að byrja með og gaf út plötu, spilaði mína eigin tónlist út um allan bæ og menntaði mig í þaula í tónlist þannig skrifin sátu á hakanum lengi. Meistaranámið í ritlist gaf mér svo loksins tíma og rými til að einbeita mér að skrifunum og þroskast sem höfundur. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Er eitthvað sérstakt sem þú gerir þegar þú ert að skrifa?Ég þarf alltaf að setja mér markmið, annað hvort að setja á skeiðklukku og skrifa í fimmtán mínútur eða ná að skrifa 500-1000 orð á dag. Svo inn á milli tek ég mér alveg pásu og einbeiti mér að öðrum hlutum. Ég er ekki manneskjan sem tekst að skrifa á hverjum einasta degi, það væri alltof mikil pressa! En ég mæli með góðri einbeitingartónlist, ég næ sjálf að einbeita mér mest þegar ég set á klassíska tónlist án söngs. Hvernig er ferlið að gefa út bók?Það er svo mismunandi! Það getur tekið mjög langan tíma eða rosalega stuttan. Ég held að það sé algengara að taka sér ár eða meira til að skrifa skáldsögu en fyrstu skáldsöguna mína, Flot, skrifaði ég covidvorið 2020. Svo var ég að nostra við hana alveg þangað til núna vorið 2022. View this post on Instagram A post shared by bókahvísl rebekku (@bokahvisl) Önnur skáldsagan mín, Trúnaður, varð til mjög hratt, ég fékk hugmyndina að henni í lok nóvember 2021 og er hún að koma út 14. júlí hjá Storytel. Flot kom út í kilju hjá Króníku en sú seinni, Trúnaður, kemur út sem hljóð- og rafbók. Það er auðvitað munur þar á og í mínu tilfelli gekk ferlið við að gefa út Trúnað hraðar. Hvernig er að gefa út tvær bækur á sama árinu?Mjög stressandi! Ég fékk að vita fyrir meira en ári að Flot myndi koma út í vor og var það handrit búið að vera nánast tilbúið í langan tíma. Þannig að þegar Storytel hafði áhuga á að vinna með mér nýtt handrit stökk ég á tækifærið og demdi mér ofan í skrif á nýrri skáldsögu. Það var klárlega frábært spark í rassinn til að byrja á einhverju nýju en ég hafði verið að taka því rólega í fæðingarorlofi og skrifað lítíð sem ekkert eftir að sonur minn fæddist. Þetta er klárlega búið að vera svolítið strembið, það er erfitt að halda svona mörgum boltum á lofti í einu, en ég er á sama tíma mjög stolt af mér og þessum tveimur skáldsögum. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Hvað fannst þér skemmtilegast í ferlinu?Ég held að það sé lang skemmtilegast þegar handritið er búið að taka á sig almennilega mynd og ég get farið að leyfa vinum og fjölskyldu að lesa og fá að vita hvað þeim finnst. Þá fyrst verð ég spennt og leyfi mér að vera ánægð með afraksturinn og hætti að hafa áhyggjur af því að það sem ég er að skrifa sé einhver vitleysa. Hvað fannst þér mest krefjandi í ferlinu?Varðandi Flot þá var klárlega rosalega erfitt að senda handritið á útgáfur og bíða lengi í von og óvon eftir svari um hvort áhugi væri fyrir að gefa hana út eða ekki. Þessi bið er löng og höfnunarbréfin alls ekki upplífgandi. Ég sem betur fer þurfti ekki að leita of lengi og er svo hamingjusöm að hafa fundið þær Heiðu og Hörpu hjá Króníku. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Að skrifa Trúnað var allt annað ferli, þá vissi ég frá upphafi að bókin myndi koma út, þannig það var ekki vandamál. Ég setti hinsvegar mikla pressu á mig við skrifin og píndi mig oft til að setjast dauðþreytt niður á kvöldin eftir langan dag og skrifa. Ég hefði klárlega þurft að vera aðeins mildari við sjálfa mig. Á hverju eru bækurnar byggðar?Hugmyndina af Floti fékk ég þegar ég heimsótti vinkonu mína til Kaupmannahafnar og hún sagði mér að hún væri byrjuð að vinna á flotstofu. Ég hafði aldrei heyrt um flot og fannst þetta rosalega áhugavert, ég las mér til um það og strax sá ég fyrir mér unga konu í afgreiðslunni á flotstofu sem hafði gengið í gegnum ýmis áföll og var að reyna að koma sér út úr myrkrinu með því að fljóta og forðast raunveruleikann. Þannig varð aðalpersónan Fjóla til. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Fyrst skrifaði ég örsögu, sem varð að smásögu, sem varð svo að skáldsögu þegar samkomubanni var skellt á og ég mátti hvorki koma fram sem söngkona eða kenna. Þá var ekkert annað í stöðunni en að finna sér einhvern tilgang í lífinu, minn tilgangur var að vakna og skrifa um áföll og erfiðleika Fjólu. Trúnaður var búin að blunda í mér í langan tíma en fyrsta örsagan sem ég skilaði inn sem verkefni í ritlistinni haustið 2018 er upphafskaflinn í skáldsögunni. Ég hafði alltaf séð fyrir mér að halda áfram með persónuna í sögunni og komast að því hver hún væri. Svo þegar samstarf við Storytel kom upp ákvað ég að prófa mig loksins áfram með þessa stuttu sögu og konuna sem í henni var. Bókin er byggð á raunveruleika mismunandi íslenskra kvenna, hún er um fimm vinkonur sem eru allar mjög ólíkar og hafa vaxið í sundur í gegnum árin. Bókin gerist yfir einn dag en um kvöldið er saumaklúbbur þar sem þær þurfa allar að horfast í augu við hvor aðra, og fortíðina. View this post on Instagram A post shared by bókahvísl rebekku (@bokahvisl) Hvaðan koma hugmyndirnar?Hugmyndirnar koma allstaðar frá, ég hef mikinn áhuga á samskiptum fólks og tilfinningum. Mér finnst áhugavert að grafa ofan í huga og líðan persóna sem hafa lent í áföllum eða hafa einhverja undirliggjandi gremju gagnvart öðrum og hvernig það hefur áhrif á hegðun þeirra. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic) Hvað er framundan? Trúnaður kemur út bráðlega þannig það verður smá stúss og skemmtilegheit í kringum útgáfuna. Svo er annað handrit sem á stutt í land, barnabók. Annars er það svo alltaf söngurinn og söngkennslan sem heldur mér uppteknari og starf mitt sem verkefnastjóri Klifsins, en ég ætla aðeins að minnka við mig og búa mér til meiri tíma fyrir skrifin í haust. Fram að því ætla ég að njóta sumarsins og þessum stutta tíma þangað til sonur minn byrjar í leikskóla í september. View this post on Instagram A post shared by Rebekka Sif (@rebekkasifmusic)
Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Rebekka Sif frumsýnir myndband Rebekka Sif Stefánsdóttir, tónlistarkona, gefur út sína fyrstu plötu fimmtudaginn 17. ágúst og af því tilefni gefur hún út tónlistarmynd við tiltillag plötunnar "Wondering“ sem er frumsýnt hér á Vísi. 12. ágúst 2017 18:04 Samdi lagið í ömurlegu íslensku sumarveðri ,,Lagið heitir I Told You og er skemmtilegt sumarlag sem er óþægilega auðvelt að fá á heilann,“ segir Rebekka Sif Stefánsdóttir um nýtt lag sem hún var að gefa út. 12. júní 2015 21:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Rebekka Sif frumsýnir myndband Rebekka Sif Stefánsdóttir, tónlistarkona, gefur út sína fyrstu plötu fimmtudaginn 17. ágúst og af því tilefni gefur hún út tónlistarmynd við tiltillag plötunnar "Wondering“ sem er frumsýnt hér á Vísi. 12. ágúst 2017 18:04
Samdi lagið í ömurlegu íslensku sumarveðri ,,Lagið heitir I Told You og er skemmtilegt sumarlag sem er óþægilega auðvelt að fá á heilann,“ segir Rebekka Sif Stefánsdóttir um nýtt lag sem hún var að gefa út. 12. júní 2015 21:30