Lífið

Eins og þruma úr heiðskíru lofti

Samúel Karl Ólason skrifar
Eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Óvænt árás mávs á rottu á Kársnesi náðist á myndband í dag. Mávurinn steypti sér úr loftinu á miklum hraða og greip rottuna í gogginum. Rottan féll skömmu síðar aftur til jarðar.

Það var Arnar Már Ágústsson sem fangaði atvikið á myndband í dag.

Arnar segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki séð mávinn fyrr en hann greip rottuna. Hann hafi bara ætlað sér að taka myndband af rottunni sem hann sá fyrst á miðri götunni. Hann segir þetta vera fyrstu rottuna sem hann sjái á Kársnesi.

Hann segir mávinn hafa tekið rottuna langt á loft og hent henni aftur í malbikið. Hann veit ekki hver örlög rottunnar voru þar sem hún lenti þar sem hann sá ekki til.

Í Facebook-hópnum Kársnesið okkar er talið mögulegt að mávurinn sé dýr sem íbúar hverfisins þekkja sem Stormur og sést reglulega við fiskbúðina í Hófgerði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.