Tvö ungmennanna hafa nú þegar verið borin til grafar en hin nítján verða jarðsett á næstu dögum.
Enn er lítið vitað um dánarorsök fólksins en réttarmeinafræðingar hafa lagt til að ungmennin hafi mögulega andað að sér eða innbyrt eitthvað sem dró þau til dauða, eiturefnaskýrsla er enn í vinnslu.
Hundruðir ungmenna sóttu kránna kvöldið sem þessi dularfulli atburður átti sér stað til þess að fagna próflokum en kránni hefur verið lokað tímabundið vegna málsins.
Alls létust 21 ungmenni en enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.