Erlent

Fjöldaútför haldin í Suður-Afríku

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Látnu ungmennin eru tuttugu og eitt talsins en enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins.
Látnu ungmennin eru tuttugu og eitt talsins en enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Associated Press

Fjöldaútför var haldin í Suður-Afríku fyrir nítján ungmenni sem létust á krá í borginni Austur London en yngsti einstaklingurinn sem lést var þrettán ára stúlka.

Tvö ungmennanna hafa nú þegar verið borin til grafar en hin nítján verða jarðsett á næstu dögum. 

Enn er lítið vitað um dánarorsök fólksins en réttarmeinafræðingar hafa lagt til að ungmennin hafi mögulega andað að sér eða innbyrt eitthvað sem dró þau til dauða, eiturefnaskýrsla er enn í vinnslu.

Hundruðir ungmenna sóttu kránna kvöldið sem þessi dularfulli atburður átti sér stað til þess að fagna próflokum en kránni hefur verið lokað tímabundið vegna málsins.

Alls létust 21 ungmenni en enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.


Tengdar fréttir

Yngsta fórnar­lambið þrettán ára

Yngsta fórnarlambið í hópi þeirra sem fundust látin á veitingastað í Austur-London í Suður-Afríku um helgina var þrettán ára. Alls fannst 21 maður látinn á Enyobeni Tavern aðfaranótt sunnudagsins, en hin látnu lágu ýmist á borðum eða á gólfi staðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×