Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu.
Hver ert þú í þínum eigin orðum?
Ég er 20 ára strákur sem kemur úr Árbænum.
Hvað veitir þér innblástur?
Daglegt líf og allt í kringum mig.
Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu?
Að hreyfa sig og gera það sem lætur þér líða vel.
Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?
Gymmið, stúdíó, basket, hanga með kæró og stundum Playstation.
Uppáhalds lag og af hverju?
Mhmm, uppáhalds lagið mitt at the moment er Ace hood flow með Skepta. Það er bara svo geggjað lag.
Uppáhalds matur og af hverju?
Pizza, hehe.
Besta ráð sem þú hefur fengið?
Hlusta á það sem undirmeðvitundin segir og setja sjálfan sig i fyrsta sæti.
Hvað er það skemmtilegasta við lífið?
Hver einasta stund.