Öflugar göngur í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 9. júlí 2022 10:37 Langá er að fyllast af laxi þessa dagana Mynd: KL Langá á Mýrum eins og flestar árnar á vesturlandi hefur verið að fá sífellt sterkari göngur í ána síðustu daga en í fyrradag var ansi öflug ganga. Eins og þeir sem þekkja Langá vita er laxateljari við fossinn Skugga og það er almennt talið að stærsti hluti göngunnar fari upp laxastigann og svo í gegnum teljarann en líklega fer engu að síður 20-30% upp fossinn þegar hann er í góðu gönguvatni eins og núna. Í fyrradag á kvöldflóðinu var stór ganga á ferðinni og þá fóru 200 laxar í gegnum teljarann og að' sögn leiðsögumanna við Langá var líka mikið af laxi að ganga upp fossinn. Það er vika í næsta stóra straum og 14 flóð þangað til svo ef þetta er málið er Langá í góðum málum í sumar. Laxinn er þegar mættur á efsta svæðið sem í daglegu tali er kallað Fjallið en það svæði fer þó ekki í svæðaskiptingu fyrr en 200-300 laxar hafa gengið í gegnum teljarann við Sveðjufoss. Langá er í frábæru vatni og laxinn er að dreifa sér um ána svo það er ábyggilega mikil spenna í þeim sem eiga daga í Langá á þessu sumri. Stangveiði Mest lesið Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði
Eins og þeir sem þekkja Langá vita er laxateljari við fossinn Skugga og það er almennt talið að stærsti hluti göngunnar fari upp laxastigann og svo í gegnum teljarann en líklega fer engu að síður 20-30% upp fossinn þegar hann er í góðu gönguvatni eins og núna. Í fyrradag á kvöldflóðinu var stór ganga á ferðinni og þá fóru 200 laxar í gegnum teljarann og að' sögn leiðsögumanna við Langá var líka mikið af laxi að ganga upp fossinn. Það er vika í næsta stóra straum og 14 flóð þangað til svo ef þetta er málið er Langá í góðum málum í sumar. Laxinn er þegar mættur á efsta svæðið sem í daglegu tali er kallað Fjallið en það svæði fer þó ekki í svæðaskiptingu fyrr en 200-300 laxar hafa gengið í gegnum teljarann við Sveðjufoss. Langá er í frábæru vatni og laxinn er að dreifa sér um ána svo það er ábyggilega mikil spenna í þeim sem eiga daga í Langá á þessu sumri.
Stangveiði Mest lesið Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði