Jesus: Kom til Arsenal til að vinna bikara Atli Arason skrifar 9. júlí 2022 22:45 Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal. Getty Images Nýjasta viðbót Arsenal, Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus, er staðráðinn í því að lyfta að minnsta kosti einum titli með Arsenal í lok næsta tímabils. Jesus kom til Arsenal frá Manchester City fyrr í sumar fyrir 45 milljónir punda. Jesus, sem er 25 ára gamall, þekkir það nokkuð vel að vinna bikara. Jesus kom til Englands frá Brasilíu árið 2017 og á síðustu fimm árum hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, þrisvar sinnum hefur hann lyft deildarbikarnum og einu sinni staðið uppi sem sigurvegari í FA bikarkeppninni. „Í lok tímabils þá vil ég vinna eitthvað. Allir hjá Arsenal vilja þetta sama, vinna bikara. Það er eina leiðin fyrir mig til að skrá mig í sögubækurnar hjá þessu stóra félagi,“ sagði Gabriel Jesus í viðtali við Goal.com. „Þetta er stór klúbbur sem er með stórt verkefni í gangi. Þegar Edu [yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal] útskýrði fyrir mér hvað félagið vill gera í framtíðinni þá varð ég mjög spenntur fyrir því að koma til Arsenal af því að ég er mjög hrifinn af þessu verkefni sem er í gangi,“ bætti Jesus við sem sagðist 100% staðráðinn í að skipta yfir til Arsenal eftir að hafa átt samtal við knattspyrnustjóra liðsins, Mikel Arteta. „Ég hef unnið áður með Mikel [Arteta] og þekki hans hugsjónir aðeins. Ég veit hvernig hann vill spila fótbolta. Ég held að aðferðir hans eru svipaðar og aðferðir Pep Guardiola og það hentar mér.“ „Það eru margir hæfileikaríkir leikmenn hérna og margir ungir leikmenn eins og ég. Við erum allir saman í þessu, eins og fjölskylda. Við eigum eftir að spila vel og æfa vel. Í lok tímabils er ég viss um að við munum vinna eitthvað,“ sagði Gabriel Jesus. Jesus byrjar tíma sinn hjá Arsenal af krafti en það tók hann ekki nema 85 sekúndur að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið, í æfingarleik gegn Nurnberg í gær. Jesus skoraði tvö mörk í leiknum. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Jesus, sem er 25 ára gamall, þekkir það nokkuð vel að vinna bikara. Jesus kom til Englands frá Brasilíu árið 2017 og á síðustu fimm árum hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, þrisvar sinnum hefur hann lyft deildarbikarnum og einu sinni staðið uppi sem sigurvegari í FA bikarkeppninni. „Í lok tímabils þá vil ég vinna eitthvað. Allir hjá Arsenal vilja þetta sama, vinna bikara. Það er eina leiðin fyrir mig til að skrá mig í sögubækurnar hjá þessu stóra félagi,“ sagði Gabriel Jesus í viðtali við Goal.com. „Þetta er stór klúbbur sem er með stórt verkefni í gangi. Þegar Edu [yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal] útskýrði fyrir mér hvað félagið vill gera í framtíðinni þá varð ég mjög spenntur fyrir því að koma til Arsenal af því að ég er mjög hrifinn af þessu verkefni sem er í gangi,“ bætti Jesus við sem sagðist 100% staðráðinn í að skipta yfir til Arsenal eftir að hafa átt samtal við knattspyrnustjóra liðsins, Mikel Arteta. „Ég hef unnið áður með Mikel [Arteta] og þekki hans hugsjónir aðeins. Ég veit hvernig hann vill spila fótbolta. Ég held að aðferðir hans eru svipaðar og aðferðir Pep Guardiola og það hentar mér.“ „Það eru margir hæfileikaríkir leikmenn hérna og margir ungir leikmenn eins og ég. Við erum allir saman í þessu, eins og fjölskylda. Við eigum eftir að spila vel og æfa vel. Í lok tímabils er ég viss um að við munum vinna eitthvað,“ sagði Gabriel Jesus. Jesus byrjar tíma sinn hjá Arsenal af krafti en það tók hann ekki nema 85 sekúndur að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið, í æfingarleik gegn Nurnberg í gær. Jesus skoraði tvö mörk í leiknum.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira