Enski boltinn

Chelsea staðfestir komu Sterling

Atli Arason skrifar
Sterling er genginn til lið við Chelsea
Sterling er genginn til lið við Chelsea Twitter/Chelsea

Raheem Sterling er formlega orðinn leikmaður Chelsea en Sterling er fyrsti leikmaðurinn sem nýju eigendur Chelsea kaupa. 

Sterling, sem er 27 ára gamall, kemur til Chelsea frá Manchester City fyrir 50 milljónir punda. Leikmaðurinn kom til City frá Liverpool árið 2015 fyrir tæpar 49 milljónir punda en hjá City hefur hann spilað 337 leiki og skorað í þeim 131 mark ásamt því að leggja upp önnur 94, í öllum keppnum.

Er hann í ellefta sæti yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest mörk í sögu City og er næst markahæsti leikmaður liðsins í Meistaradeild Evrópu á eftir Sergio Aguero, með 24 mörk.

Á þessum sjö árum hjá City vann Sterling 11 bikara en hann kvaddi liðsfélaga og starfsfólk City fyrr í dag. Stuttu seinna staðfesti Chelsea komu hans til liðsins.

Sterling verður þriðji leikmaðurinn, ásamt Daniel Sturridge og Nicolas Anelka, til að spila fyrir Manchester City, Liverpool og Chelsea frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×