Enski boltinn

BBC biðst af­sökunar á mynd­birtingu vegna kyn­ferðis­af­brota­máls

Atli Arason skrifar
BBC birti mynd af Raheem Sterling en hann tengist málinu ekki.
BBC birti mynd af Raheem Sterling en hann tengist málinu ekki. Getty Images

Breska ríkisútvarpið BBC hefur formlega beðist afsökunar að hafa birt mynd af Raheem Sterling þegar miðillinn greindi frá handtöku leikmanns í ensku úrvalsdeildarinnar vegna gruns um kynferðisafbrot.

Mynd af Sterling birtist í beinni sjónvarpsútsendingu í gær morgun þegar miðillinn ræddi handtöku 29 ára ónafngreinds leikmanns á Englandi. BBC segir að mynd af Sterling hafi birst fyrir mistök vegna tæknilega örðugleika og segir Sterling ekki tengdan málinu. Raheem Sterling er 27 ára gamall.

„Í íþróttafréttum okkar urðu tæknileg vandamál til þess að röng mynd birtist í tengslum við fréttir af úrvalsdeildarleikmanni sem var handtekin vegna gruns um kynferðisafbrot. Mynd af öðrum ótengdum leikmanni var sýnd. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökunum,“ segir í tilkynningu miðilsins. 

Grunaði leikmaðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur af lögreglu, var handtekinn í norður hluta Lundúna þann 4. Júlí. Hann er grunaður að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í síðasta mánuði og öðrum tveimur konum í apríl og júní á síðasta ári. Leikmaðurinn neitar sök.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×