Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 12:05 Karen Guðnadóttir með Molly sína fyrr í sumar, í þægilegum 20 stigum. Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans. Gærdagurinn var vægast sagt þrúgandi í álfunni en hæsti hiti frá upphafi, 40,3 stig, mældist í Bretlandi. Þá fór hitinn í 37,7 stig í Belgíu, næsthæsti hiti sem mælst hefur, og gærdagurinn var jafnframt sá heitasti það sem er sumri í Þýskalandi - þar fór hitinn upp í 39,5 stig í Duisburg. Og hjá nágrönnum okkar í Danmörku búast veðurfræðingar við hitameti. Núverandi met er 47 ára gamalt en 10. ágúst 1975 mældust 36,4 stig í Holstebro á norðvestanverðu Jótlandi. Sören Jacobsen veðurfræðingur segir við danska ríkisútvarpið DR að vel gæti orðið heitara í dag. Og ef ekki verði í það minnsta júlímetið að öllum líkindum slegið en það stendur nú í 35,3 gráðum árið 1941. Þá verði líklegast heitast á Suður-Jótlandi. Erfitt að venjast hitanum Karen Guðnadóttir vinnur á golfvelli á Suður-Jótlandi, um tuttugu mínútur frá þýsku landamærunum. Hún var stödd á vellinum þegar fréttastofa náði tali af henni rétt fyrir fréttir. „Ég var að spyrja kollega minn hérna, því hún var með hitamæli í skugga og það eru búnar að mælast yfir 34 gráður. Og enn er spáð meiri hita eftir því sem líður á daginn. Þess vegna eru verkamenn sem vinna úti bara hættir að vinna. Því þegar þetta kemur í svona tvo, þrjá daga þá venst maður þessu ekkert,“ segir Karen. „Þetta er bara eins og að labba inn í gufu.“ Karen, sem er fyrrverandi landsliðskylfingur, vinnur innandyra á golfvellinum svo hún getur haldið sínu striki í dag. En hún segir ljóst lítið verði um að vera á vellinum sjálfum í þessum mikla hita. „Fólk er hætt að spila. Og ég sjálf myndi aldrei fara í golf í þessu,“ segir Karen. Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Gærdagurinn var vægast sagt þrúgandi í álfunni en hæsti hiti frá upphafi, 40,3 stig, mældist í Bretlandi. Þá fór hitinn í 37,7 stig í Belgíu, næsthæsti hiti sem mælst hefur, og gærdagurinn var jafnframt sá heitasti það sem er sumri í Þýskalandi - þar fór hitinn upp í 39,5 stig í Duisburg. Og hjá nágrönnum okkar í Danmörku búast veðurfræðingar við hitameti. Núverandi met er 47 ára gamalt en 10. ágúst 1975 mældust 36,4 stig í Holstebro á norðvestanverðu Jótlandi. Sören Jacobsen veðurfræðingur segir við danska ríkisútvarpið DR að vel gæti orðið heitara í dag. Og ef ekki verði í það minnsta júlímetið að öllum líkindum slegið en það stendur nú í 35,3 gráðum árið 1941. Þá verði líklegast heitast á Suður-Jótlandi. Erfitt að venjast hitanum Karen Guðnadóttir vinnur á golfvelli á Suður-Jótlandi, um tuttugu mínútur frá þýsku landamærunum. Hún var stödd á vellinum þegar fréttastofa náði tali af henni rétt fyrir fréttir. „Ég var að spyrja kollega minn hérna, því hún var með hitamæli í skugga og það eru búnar að mælast yfir 34 gráður. Og enn er spáð meiri hita eftir því sem líður á daginn. Þess vegna eru verkamenn sem vinna úti bara hættir að vinna. Því þegar þetta kemur í svona tvo, þrjá daga þá venst maður þessu ekkert,“ segir Karen. „Þetta er bara eins og að labba inn í gufu.“ Karen, sem er fyrrverandi landsliðskylfingur, vinnur innandyra á golfvellinum svo hún getur haldið sínu striki í dag. En hún segir ljóst lítið verði um að vera á vellinum sjálfum í þessum mikla hita. „Fólk er hætt að spila. Og ég sjálf myndi aldrei fara í golf í þessu,“ segir Karen.
Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira