Enski boltinn

Jes­se Lingard gæti verið á leið til Notting­ham For­est

Atli Arason skrifar
Lingard lék á láni hjá West Ham síðari hluta tímabilsins 2022/21.
Lingard lék á láni hjá West Ham síðari hluta tímabilsins 2022/21. Laurence Griffiths/Getty

Nýliðar Nottingham Forest eru tilbúnir að margfalda launagreiðslur sínar til að fá Englendinginn Jesse Lingard til liðs við sig. Lingard er án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United fyrr í sumar.

Hinn 29 ára gamli Lingard hefur verið orðaður við hin ýmsu félög að undanförnu. Þar á meðal ensku liðin Everton, Newcastle, Tottenham, Leicester og West Ham.

West Ham voru taldir líklegastir að hreppa Lingard en leikmaðurinn hefur verið aðalskotmark David Moyes og lærisveina hans hjá West Ham í allt sumar. Lingard lék á láni hjá félaginu árið 2021 við góðan orðstír.

West Ham ætlar þó ekki að borga Lingard þann launaseðill sem hann biður um, upp á 180 þúsund pund á viku. Nottingham Forest er þó komið í viðræður við leikmanninn og talið tilbúið að ganga að þessum körfum Lingard. Forest eru því taldir líklegastir að fá undirskrift Englendingsins samkvæmt fréttum Guardian

Nottingham Forest mun þá margfalda launagreiðslur sínar gangi þetta eftir. Meðaltal launagreiðslna á viku hjá leikmannahóp Forest eru um 12 þúsund pund, þar sem Steve Cook er launahæstur með 35 þúsund pund.

Lingard hefur nú þegar fengið tilboð frá liðum í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu og hefur því um nóg að velja og ætti að fá ágætis seðill í vasann hvar sem hann svo spilar á næsta leiktímabili.


Tengdar fréttir

West Ham gerir Lingard tilboð

West Ham United hefur gert enska sóknartengiliðnum Jesse Lingard samningstilboð. Það er Skysports sem greinir frá þessu.

Lingard gæti elt Rooney til Washington

Wayne Rooney tók nýverið við stjórnartaumunum hjá DC United í MLS-deildinni í Banadríkjunum. Hann hefur nú þegar sótt fyrrverandi lærisvein sinn hjá Derby County og þá gæti farið svo að Jesse Lingard færi sig um set.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×