Erlent

Elsti karl­kyns panda­björn sögunnar dauður

Bjarki Sigurðsson skrifar
An An gæðir sér á bambus í dýragarðinum árið 2020.
An An gæðir sér á bambus í dýragarðinum árið 2020. Getty/Anthony Kwan

Pandabjörninn An An var svæfður í morgun í dýragarðinum Ocean Park í Hong Kong. Engin karlkyns pandabjörn hefur lifað lengur en An An svo vitað sé en hann náði 35 ára aldri.

An An hafði glímt við heilsufarsvanda upp á síðkastið en meðallíftími pandabjarna er fjórtán til tuttugu ár.

Talið er að Jia Jia, góð vinkona An An, sé elsti pandabjörn sögunnar. Þau komu saman til Ocean Park árið 1999 eftir að kínverska ríkið gaf garðinum birnina. Hún lést árið 2016, þá 38 ára gömul.

Pandabirnir eru ekki í útrýmingarhættu en stofninn er samt sem áður talinn vera viðkvæmur og hafa kínversk stjórnvöld reynt síðastliðin fimmtíu ár að koma stofninum á betri stað. Talið er að villtur stofn bjarnanna telji einungis átján hundruð stykki.


Tengdar fréttir

Tveir litlir pönduhúnar komu í heiminn í nótt

Risapandan Huan Huan fæddi tvíbura í Beauval dýragarðinum í París laust eftir klukkan eitt í nótt. Húnarnir vógu 129 og 149 grömm og heilsast báðum vel. Móðirin tók bleiku ungana sína strax í fangið og þreif þá áður en hún leyfði starfsfólki að hlúa að þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×