Enski boltinn

Núnez með fernu á 45 mínútum fyrir Liverpool

Sindri Sverrisson skrifar
Darwin Núnez fagnar einu af fjórum mörkum sínum í kvöld.
Darwin Núnez fagnar einu af fjórum mörkum sínum í kvöld. Getty/Boris Streubel

Úrúgvæski framherjinn Darwin Núnez fór svo sannarlega á kostum í búningi síns nýja liðs Liverpool í kvöld en hann skoraði fjögur mörk fyrir liðið þegar það vann RB Leipzig í Þýskalandi, 5-0, í vináttuleik.

Mohamed Salah skoraði fyrsta mark leiksins og staðan var 1-0 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks kom Núnez hins vegar inn á fyrir Roberto Firmino og þá má segja að ballið hafi byrjað fyrir alvöru.

Núnez skoraði fyrsta markið sitt úr vítaspyrnu og var svo búinn að skora annað mark þegar rétt rúmar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Hann fullkomnaði þrennuna á 68. mínútu og þá var en tími fyrir fjórða markið sem kom á 90. mínútu.

Liverpool keypti hinn 23 ára gamla Núnez frá Benfica í sumar fyrir 75 milljónir evra, eða 64 milljónir punda. Fyrir leikinn í kvöld hafði hann komið inn á sem varamaður í 2-0 sigri Liverpool gegn Crystal Palace og 4-0 tapinu gegn Manchester United en var þá ekki á skotskónum. Frammistaðan í kvöld ætti hins vegar að þagga niður í efasemdaröddum, alla vega í bili.

Liverpool leikur næst gegn Salzburg næsta miðvikudagskvöld áður en kemur að leiknum við Manchester City um Samfélagsskjöldinn 30. júlí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×