Háskólanemar hanna bíl sem fjarlægir koltvísýring úr andrúmsloftinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. júlí 2022 07:01 Koltvísýringsryksugan og rafbíllinn Zem. Bart van Overbeeke Bíllinn gengur undir nafninu Zem og er frumgerð af rafbíl sem notar sérstakar síur sem hreinsa koltvísýring úr loftinu á meðan á akstri stendur. Bíllinn er hannaður af nemendum við Eindhoven háskóla í Hollandi. Bíllinn er ekki fyrsti byltingarkenndi bíllinn sem nemendur skólans hanna. „Í ár vildu nemendur ekki einungis fara grænu leiðina,“ sagði Ruby Rhod um verkefnið, heldur vildu nemendur fara „ofur-græna leið,“ bætti Rhod við Áður hafa nemendur við Eindhoven háskóla hannað bíl úr 100% endurvinnanlegum efnum og smíðað húsbíl sem er að hluta til knúinn af sólarorku. Zem er hannaður til að hreinsa loftið með því að nota eitthvað sem hópurinn kallar „beint loft-inngrip“. Það var ekki nóg fyrir þá 35 nemendur sem að verkefninu standa að hanna rafbíl, heldur vildu þau hanna eitthvað sem hefur áhrif á öll æviskeið bílsins, frá framleiðslu til eftirlífsins á ruslahaugum. „Þegar bíllinn er á verð mun loft flæða um sérhannaðar síur, þar sem koltvísýringur er fangaður og geymdur,“ segir á heimasíðu verkefnisins. Sem stendur er Zem ekkert gríðarlega skilvirkur sem koltvísýrings ryksuga, en hann er um 32.000 km að safna 2 kg. af koltvísýring. En það má ekki gleyma að um frumgerð er að ræða og henni tekst að sanna kenninguna að baki hugmyndinni. Zem og hluti teymisins að baki bílnum.Bart van Overbeeke „Við getum þegar séð að hægt er að auka afköstin á komandi árum,“ segir Louise de Laat, stjórnandi teymisins að baki Zem í yfirlýsingu til fjölmiðla. „Að fanga koltvísýring er frumskilyrði þess að bæta upp fyrir mengun við framleiðslu og endurvinnslu bílsins,“ bætti de Laat við. Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent
„Í ár vildu nemendur ekki einungis fara grænu leiðina,“ sagði Ruby Rhod um verkefnið, heldur vildu nemendur fara „ofur-græna leið,“ bætti Rhod við Áður hafa nemendur við Eindhoven háskóla hannað bíl úr 100% endurvinnanlegum efnum og smíðað húsbíl sem er að hluta til knúinn af sólarorku. Zem er hannaður til að hreinsa loftið með því að nota eitthvað sem hópurinn kallar „beint loft-inngrip“. Það var ekki nóg fyrir þá 35 nemendur sem að verkefninu standa að hanna rafbíl, heldur vildu þau hanna eitthvað sem hefur áhrif á öll æviskeið bílsins, frá framleiðslu til eftirlífsins á ruslahaugum. „Þegar bíllinn er á verð mun loft flæða um sérhannaðar síur, þar sem koltvísýringur er fangaður og geymdur,“ segir á heimasíðu verkefnisins. Sem stendur er Zem ekkert gríðarlega skilvirkur sem koltvísýrings ryksuga, en hann er um 32.000 km að safna 2 kg. af koltvísýring. En það má ekki gleyma að um frumgerð er að ræða og henni tekst að sanna kenninguna að baki hugmyndinni. Zem og hluti teymisins að baki bílnum.Bart van Overbeeke „Við getum þegar séð að hægt er að auka afköstin á komandi árum,“ segir Louise de Laat, stjórnandi teymisins að baki Zem í yfirlýsingu til fjölmiðla. „Að fanga koltvísýring er frumskilyrði þess að bæta upp fyrir mengun við framleiðslu og endurvinnslu bílsins,“ bætti de Laat við.
Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent