Enski boltinn

Gamlir leikmenn á háum launum voru að drepa Arsenal

Atli Arason skrifar
Knattspyrnustjórinn Mikel Arteta, vonarstjarnan Gabriel Jesus og yfirmaður knattspyrnumála, Edu Gaspar.
Knattspyrnustjórinn Mikel Arteta, vonarstjarnan Gabriel Jesus og yfirmaður knattspyrnumála, Edu Gaspar. Getty Images

Edu Gaspar, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, segir að eldri leikmenn félagsins á himinháum launum voru á góðri leið með að gera útum Arsenal.

„Þegar leikmaður er eldri en 26 ára, á háum launum og ekki að standa sig á vellinum þá er hann að drepa félagið,“ sagði Edu við fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum, þar sem liðið hefur verið á undirbúningstímabilinu sínu.

„Þú færð lítið sem ekkert fyrir að selja gamlan leikmann. Á sama tíma líður leikmanninum vel, á flottum launum og búsettur í London, sem er frábær og falleg borg. Hvernig losarðu svoleiðis leikmann? Fyrir nokkrum árum var 80 prósent af leikmannahópi Arsenal í þessari stöðu,“ bætti Edu við.

Á síðustu árum hefur Arsenal rift samningum við leikmenn eins og Aubameyeng, Mkhitaryan, Sokratis, Özil, Mustafi, Kolasinac og Willian. Allt leikmenn á eldri árum og góðum launum.

„Ég veit það er skrítið að segja þetta en stundum er betra að borga leikmanni til að yfirgefa félagið, frekar en að reyna að viðhalda þeim. Ég lít á þetta sem fjárfestingu. Þessi leikmaður er að koma í veg fyrir að annar leikmaður komi inn,“ sagði Edu sem var ráðinn til Arsenal árið 2019.

Síðan þá hefur liðið verið að losa sig við eldri leikmenn og kaupa yngri. Á síðasta leiktímabili var Arsenal með yngsta leikmannahóp deildarinnar

Hingað til í sumar hefur Arsenal eytt yfir 115 milljónum punda í 5 leikmenn, Gabriel Jesus, Oleksandr Zinchenko, Fabio Vieira, Matt Turner og Marquinhos. Meðalaldur þeirra er 23,8 ár en aðeins markvörðurinn Matt Turner yfir 26 ára aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×