Hver er „slátrarinn frá Amsterdam“ sem Man. United borgaði níu milljarða fyrir? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 09:31 Lisandro Martinez í búningi Manchester United eftir að gengið hafði verið frá samningnum og kaupunum frá Ajax. Getty/Manchester United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, náði loksins í sinn mann í gær þegar United gekk frá kaupunum á Lisandro Martinez frá hollenska félaginu Ajax. Kaupin hafa legið lengi í loftinu en það var strax ljóst að þetta var leikmaður sem nýi stjórinn á Old Trafford lagði mikla áherslu að fá til félagsins. Þetta er í annað skiptið sem Ten Hag kaupir argentínska varnarmanninn en hann náði í hann til Ajax fyrir þremur árum síðan. An amazing feeling and a huge honour to join @ManUtd! I'll do my very best as a Red to achieve together what this great club deserves... can't wait to get started! #MUFC pic.twitter.com/YAe4vkOBjc— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) July 27, 2022 En hver er þessi 24 ára gamli miðvörður sem nýi stjóri Manchester United er svona hrifinn af? Martinez heldur áfram að spila undir stjórn Erik ten Hag og þekkir því leikstíl hollenska stjórans betur en flestir. Þeir hafa unnið tvo hollenska meistaratitla saman á síðustu þremur árum. Argentínumaðurinn spilaði þó ekki bara sem miðvörður undir stjórn Ten Hag því fyrstu tvö tímabilin var að hann að spila í báðum bakvarðarstöðunum og sem varnartengiliður inn á miðjunni. Á síðasta tímabilið spilaði hann þó eingöngu sem miðvörður Stuðningsmenn United ættu að hafa mjög gaman af því að lesa í tölfræði Martinez sem var glæsileg og mun betri en hjá öllum varnarmönnum liðsins á síðasta tímabili. Not a priority until Ten Hag arrival #MUFC backed manager's judgment in complex negotiations Short for a CB at 5ft 9in but defends aggressively Skilled at creating from deep@lauriewhitwell & @ArtdeRoche explain what Lisandro Martinez will bring to Manchester United.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 27, 2022 Hann er kannski bara 175 sentimetrar á hæð en það kom þó ekki í veg fyrir að hann vann fleiri skallaeinvígi á síðustu leiktíð en hinn 194 sentimetra hái Harry Maguire. Hann gaf fleiri sendingar, fleiri sendingar fram á völlinn, vann fleiri skallaeinvígi, komst inn í fleiri sendingar og vann oftar boltann en allir United varnarmennirnir en auk þess vann hann fleiri tæklingar og kláraði fleiri einleiki en miðverðir United liðsins. Gælunafnið „Slátrarinn frá Amsterdam“ er hugsað á jákvæðan hátt en ekki fyrir grófan leik. Hann slátrar mönnum í loftinu en gerir það löglega. Hann fékk þannig aðeins sex gul spjöld í 36 leikjum á síðasta tímabili en til samanburðar þá fékk Luke Shaw ellefu gul og Maguire níu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég er kallaður carnicero (slátrarinn) af Amsterdam. Við Argentínumenn gerum allt af ástríðu og þegar ég fer inn á völlinn þá berst ég fyrir öllum boltum. Ef ég þarf að stíga yfir lík þá mun ég gera það. Ég vil vinna öll 50-50 samstuð því ég veit að ég er þar að berjast fyrir alla meðlimi fjölskyldu minna og fyrir vini mína. Það er tilfinningin sem ég hef,“ sagði Lisandro Martinez í nýlegu viðtali. Þrátt fyrir hörkuna og grimmdina þá keppast menn líka við að hrósa Martinez fyrir yfirvegun á boltanum, útsjónarsemi og góðar sendingar. Hann er úrræðagóður og það hentar leikstíl Erik ten Hag vel. Það verður hins vegar næg samkeppni fyrir hann því hjá Manchester United eru nú sex miðverðir eða þeir Harry Maguire, Raphael Varane, Victor Lindelof, Eric Bailly og Phil Jones. Feel the fire. @LisandrMartinez is ready to bring the heat to United.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 27, 2022 Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistökin“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sjá meira
Kaupin hafa legið lengi í loftinu en það var strax ljóst að þetta var leikmaður sem nýi stjórinn á Old Trafford lagði mikla áherslu að fá til félagsins. Þetta er í annað skiptið sem Ten Hag kaupir argentínska varnarmanninn en hann náði í hann til Ajax fyrir þremur árum síðan. An amazing feeling and a huge honour to join @ManUtd! I'll do my very best as a Red to achieve together what this great club deserves... can't wait to get started! #MUFC pic.twitter.com/YAe4vkOBjc— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) July 27, 2022 En hver er þessi 24 ára gamli miðvörður sem nýi stjóri Manchester United er svona hrifinn af? Martinez heldur áfram að spila undir stjórn Erik ten Hag og þekkir því leikstíl hollenska stjórans betur en flestir. Þeir hafa unnið tvo hollenska meistaratitla saman á síðustu þremur árum. Argentínumaðurinn spilaði þó ekki bara sem miðvörður undir stjórn Ten Hag því fyrstu tvö tímabilin var að hann að spila í báðum bakvarðarstöðunum og sem varnartengiliður inn á miðjunni. Á síðasta tímabilið spilaði hann þó eingöngu sem miðvörður Stuðningsmenn United ættu að hafa mjög gaman af því að lesa í tölfræði Martinez sem var glæsileg og mun betri en hjá öllum varnarmönnum liðsins á síðasta tímabili. Not a priority until Ten Hag arrival #MUFC backed manager's judgment in complex negotiations Short for a CB at 5ft 9in but defends aggressively Skilled at creating from deep@lauriewhitwell & @ArtdeRoche explain what Lisandro Martinez will bring to Manchester United.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 27, 2022 Hann er kannski bara 175 sentimetrar á hæð en það kom þó ekki í veg fyrir að hann vann fleiri skallaeinvígi á síðustu leiktíð en hinn 194 sentimetra hái Harry Maguire. Hann gaf fleiri sendingar, fleiri sendingar fram á völlinn, vann fleiri skallaeinvígi, komst inn í fleiri sendingar og vann oftar boltann en allir United varnarmennirnir en auk þess vann hann fleiri tæklingar og kláraði fleiri einleiki en miðverðir United liðsins. Gælunafnið „Slátrarinn frá Amsterdam“ er hugsað á jákvæðan hátt en ekki fyrir grófan leik. Hann slátrar mönnum í loftinu en gerir það löglega. Hann fékk þannig aðeins sex gul spjöld í 36 leikjum á síðasta tímabili en til samanburðar þá fékk Luke Shaw ellefu gul og Maguire níu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég er kallaður carnicero (slátrarinn) af Amsterdam. Við Argentínumenn gerum allt af ástríðu og þegar ég fer inn á völlinn þá berst ég fyrir öllum boltum. Ef ég þarf að stíga yfir lík þá mun ég gera það. Ég vil vinna öll 50-50 samstuð því ég veit að ég er þar að berjast fyrir alla meðlimi fjölskyldu minna og fyrir vini mína. Það er tilfinningin sem ég hef,“ sagði Lisandro Martinez í nýlegu viðtali. Þrátt fyrir hörkuna og grimmdina þá keppast menn líka við að hrósa Martinez fyrir yfirvegun á boltanum, útsjónarsemi og góðar sendingar. Hann er úrræðagóður og það hentar leikstíl Erik ten Hag vel. Það verður hins vegar næg samkeppni fyrir hann því hjá Manchester United eru nú sex miðverðir eða þeir Harry Maguire, Raphael Varane, Victor Lindelof, Eric Bailly og Phil Jones. Feel the fire. @LisandrMartinez is ready to bring the heat to United.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 27, 2022
Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistökin“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sjá meira