Liverpool vann Samfélagsskjöldinn í fyrsta sinn í sextán ár

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/Getty

Enski boltinn hófst formlega í dag þegar Liverpool og Manchester City áttust við í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Leikið var á King Power leikvangnum í Leicester þar sem Wembley er upptekinn vegna Evrópumótsins í fótbolta.

Liverpool voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu verðskuldað í leikhléi, 1-0. Markið gerði Trent Alexander-Arnold með skoti utan vítateigs eftir rúmlega tuttugu mínútna leik.

Argentínumaðurinn Julian Alvarez kom inn af varamannabekk Man City í síðari hálfleik og var fljótur að setja mark sitt á leikinn því hann jafnaði metin á 70.mínútu.

Á 83.mínútu náði Mohamed Salah aftur forystunni fyrir Liverpool með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Ruben Dias handlék boltann innan vítateigs.

Darwin Nunez kom inn af varamannabekk Liverpool í síðari hálfleik og hann gulltryggði sigur liðsins þegar hann skallaði boltann í netið í uppbótartíma og lokatölur 3-1 fyrir Liverpool.

Liverpool vann Samfélagsskjöldinn síðast árið 2006 en þetta er í sextánda sinn sem félagið vinnur skjöldinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira