Enski boltinn

Klopp: „Við erum tilbúnir í mótið“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sáttur.
Sáttur. vísir/Getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með það sem hann sá af sínu liði í leiknum um Góðgerðarskjöldinn á King Power leikvangnum í Leicester í dag.

Liverpool vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu í hörkuleik.

„Ég hafði virkilega gaman af þessum leik. Oftast eru leikir þessara liða góð skemmtun. Við vinnum ekki alltaf en þetta eru alltaf góðir leikir,“ sagði Klopp.

Liverpool var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Klopp var sérstaklega ánægður með varamennina sína.

„Ég var ánægður með byrjunina okkar í leiknum en allir varamennirnir breyttu leiknum. Við erum tilbúnir í mótið og það er mjög gott.“

„Við vorum að spila boltanum vel. Við sjáum Darwin Nunez gera vel á síðasta þriðjungnum. Hann er góður að skapa sér pláss og klárar sitt vel,“ sagði Klopp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×