Verbúðin lifandi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Elísabet Hanna og Magnús Jochum Pálsson skrifa 31. júlí 2022 20:36 Þorsteinn Þór Traustason hefur endurvakið tíma verbúðarinnar í hvíta tjaldi sínu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Skjáskot Þorsteinn Þór Traustason ákvað að endurverkja Verbúðina í hvíta tjaldi sínu á þjóðhátíð í ár. Það má líkja því við að stíga inn í tímavél að heimsækja skrautlegt tjaldið. Þorsteinn segir markmiðið að láta fólki sem heimsæki tjaldið líða eins og það sé komið heim til ömmu sinnar í kleinur. Þorsteinn Þór Traustason sem er að eigin sögn „borinn og barnfæddur Eyjamaður“ er á sinni 35. þjóðhátíð. Hann var í „fótabaði“ í skrautlegu tjaldi sínu við Sjómannasund í Vestmannaeyjum þegar fréttamaður náði af honum tali til að forvitnast út í hvíta tjaldið hans. Hugmyndina kviknaði við áhorf á Verbúðinni Aðspurður hvaðan Þorsteinn Þór Traustason fékk innblásturinn að tjaldinu sínu sagði hann hugmyndina að tjaldinu hafa kviknað við áhorf á Verbúðinni. Þorsteinn sagðist hafa átt góðar minningar frá þessum tíma og því hafi Verbúðin kveikt í honum. Hann ákvað því að hafa Verbúðarþema í hvíta tjaldinu sínu á þjóðhátíð. Í vetur hafi hann því sankað að sér hlutum sem samræmdust tíðarandanum, komið heim með nýja hluti fyrir tjaldið í hverri viku, konu sinni „til mikillar gleði, eða þannig.“ Aðspurður hvernig hann sankaði að sér hlutunum í tjaldinu sagðist Þorsteinn hafa farið reglulega í Nytjamarkaðinn í Kópavogi til að ná sér í hluti. Svo reglulega að starfsmenn Nytjamarkaðarins væru nánast orðnir vinir hans. Fólk sem kíkir í tjaldið getur gluggað í gömul tölublöð af Æskunni og Húsfreyjunni.Sjáskot Fólk eigi að líða eins og það sé í heimsókn hjá ömmu Þorsteinn segist hafa verið með ákveðna mynd af tjaldinu í huganum í upphafi og söfnunin mótast af því. Lokamynd tjaldsins hafi hins vegar ekki komið fyrr en tjaldið fór upp. Í tjaldinu má sjá ýmiss konar gömul húsgögn sem flytja mann aftur til fortíðar.Skjáskot „Guðbjörg, konan mín, var alltaf að gera grín að mér. Hvort ég ætlaði að vera með þriggja hæða tjald og hvernig ég ætlaði að koma öllu fyrir, með nýja og nýja hluti á hverjum degi.“ Þorsteinn segir að markmiðið með tjaldinu hafi verið að láta fólki líða eins og það væri komið heim til ömmu sinnar í kleinur og segir að fólk hafi akkúrat brugðist þannig við. Þá segir hann að það sé búið að vera troðið í tjaldinu alla hátíðina og fólk í geggjuðum gír. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Þorsteinn Þór Traustason sem er að eigin sögn „borinn og barnfæddur Eyjamaður“ er á sinni 35. þjóðhátíð. Hann var í „fótabaði“ í skrautlegu tjaldi sínu við Sjómannasund í Vestmannaeyjum þegar fréttamaður náði af honum tali til að forvitnast út í hvíta tjaldið hans. Hugmyndina kviknaði við áhorf á Verbúðinni Aðspurður hvaðan Þorsteinn Þór Traustason fékk innblásturinn að tjaldinu sínu sagði hann hugmyndina að tjaldinu hafa kviknað við áhorf á Verbúðinni. Þorsteinn sagðist hafa átt góðar minningar frá þessum tíma og því hafi Verbúðin kveikt í honum. Hann ákvað því að hafa Verbúðarþema í hvíta tjaldinu sínu á þjóðhátíð. Í vetur hafi hann því sankað að sér hlutum sem samræmdust tíðarandanum, komið heim með nýja hluti fyrir tjaldið í hverri viku, konu sinni „til mikillar gleði, eða þannig.“ Aðspurður hvernig hann sankaði að sér hlutunum í tjaldinu sagðist Þorsteinn hafa farið reglulega í Nytjamarkaðinn í Kópavogi til að ná sér í hluti. Svo reglulega að starfsmenn Nytjamarkaðarins væru nánast orðnir vinir hans. Fólk sem kíkir í tjaldið getur gluggað í gömul tölublöð af Æskunni og Húsfreyjunni.Sjáskot Fólk eigi að líða eins og það sé í heimsókn hjá ömmu Þorsteinn segist hafa verið með ákveðna mynd af tjaldinu í huganum í upphafi og söfnunin mótast af því. Lokamynd tjaldsins hafi hins vegar ekki komið fyrr en tjaldið fór upp. Í tjaldinu má sjá ýmiss konar gömul húsgögn sem flytja mann aftur til fortíðar.Skjáskot „Guðbjörg, konan mín, var alltaf að gera grín að mér. Hvort ég ætlaði að vera með þriggja hæða tjald og hvernig ég ætlaði að koma öllu fyrir, með nýja og nýja hluti á hverjum degi.“ Þorsteinn segir að markmiðið með tjaldinu hafi verið að láta fólki líða eins og það væri komið heim til ömmu sinnar í kleinur og segir að fólk hafi akkúrat brugðist þannig við. Þá segir hann að það sé búið að vera troðið í tjaldinu alla hátíðina og fólk í geggjuðum gír.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira