Ræddi við þrjá fyrrum þjálfara United áður en hann gekk loks til liðs við félagið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. ágúst 2022 22:01 Christian Eriksen hefur oft rætt við forráðamenn United. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen segist hafa rætt um félagsskipti við þrjá fyrrum þjálfara Manchester United áður en hann gekk loks til liðs við félagið í sumar. Þessi fyrrum leikmaður Ajax, Tottenham, Inter og Brentford skrifaði undir þriggja ára samning við United fyrr í sumar, en segist þó áður hafa daðrað við þá hugmynd um að ganga til liðs við félagið. Eriksen segist hafa rætt við Louis van Gaal, Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær þegar þeir stýrðu liðinu, en að tímasetningin hafi aldrei verið rét. „Ég hef rætt við alla stjóra Manchester United til að fara yfir stöðuna, en tímasetningin var aldrei rétt,“ sagði þessi þrítugi knattspyrnumaður. „Ég var lengi hjá Tottenham og mig langaði að prófa að spila í annarri deild. Ég fór til Inter og naut mín vel þar. En svo kom svolítið upp á og það breytti ferlinum og þeirri leið sem ég vildi fara. Að ég sé kominn hingað er ekki eitthvað sem ég sá fyrir mér fyrir ári síðan.“ Eins og flest knattspyrnuáhugafólk ætti að mun þá lenti Eriksen í óhugnalegu atviki í leik með danska landsliðinu gegn því finnska á EM í fyrra. Eriksen hneig þá niður á miðjum vellinum og fór í hjartastopp. Daninn snéri aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr á þessu ári eftir að hafa fengið græddan í sig gangráð, en samkvæmt reglum ítölsku deildarinnar gat Eriksen ekki haldið áfram að spila með Inter. Hann lék því seinni hluta seinasta tímabils með Brentford, en er nú kominn til United. Hann segir að koma þjálfarans Erik ten Hag hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans um að ganga í raðir United. „Ég átti góðar samræður við United. Það var mikil jákvæðni strax í fyrstu símtölunum og mér leið eins og félagið vildi virkilega fá mig, þannig að þetta var ákveðið fyrir löngu.“ „Nærvera Ten Hag hjálpaði klárlega. Hvernig hann horfir á fótbolta og hvernig hann vill spila er eitthvað sem hentar mér vel. Það er líka eitthvað sem ég lærði á tíma mínum hjá Ajax fyrir mörgum árum,“ sagði Eriksen að lokum. Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistökin“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sjá meira
Þessi fyrrum leikmaður Ajax, Tottenham, Inter og Brentford skrifaði undir þriggja ára samning við United fyrr í sumar, en segist þó áður hafa daðrað við þá hugmynd um að ganga til liðs við félagið. Eriksen segist hafa rætt við Louis van Gaal, Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær þegar þeir stýrðu liðinu, en að tímasetningin hafi aldrei verið rét. „Ég hef rætt við alla stjóra Manchester United til að fara yfir stöðuna, en tímasetningin var aldrei rétt,“ sagði þessi þrítugi knattspyrnumaður. „Ég var lengi hjá Tottenham og mig langaði að prófa að spila í annarri deild. Ég fór til Inter og naut mín vel þar. En svo kom svolítið upp á og það breytti ferlinum og þeirri leið sem ég vildi fara. Að ég sé kominn hingað er ekki eitthvað sem ég sá fyrir mér fyrir ári síðan.“ Eins og flest knattspyrnuáhugafólk ætti að mun þá lenti Eriksen í óhugnalegu atviki í leik með danska landsliðinu gegn því finnska á EM í fyrra. Eriksen hneig þá niður á miðjum vellinum og fór í hjartastopp. Daninn snéri aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr á þessu ári eftir að hafa fengið græddan í sig gangráð, en samkvæmt reglum ítölsku deildarinnar gat Eriksen ekki haldið áfram að spila með Inter. Hann lék því seinni hluta seinasta tímabils með Brentford, en er nú kominn til United. Hann segir að koma þjálfarans Erik ten Hag hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans um að ganga í raðir United. „Ég átti góðar samræður við United. Það var mikil jákvæðni strax í fyrstu símtölunum og mér leið eins og félagið vildi virkilega fá mig, þannig að þetta var ákveðið fyrir löngu.“ „Nærvera Ten Hag hjálpaði klárlega. Hvernig hann horfir á fótbolta og hvernig hann vill spila er eitthvað sem hentar mér vel. Það er líka eitthvað sem ég lærði á tíma mínum hjá Ajax fyrir mörgum árum,“ sagði Eriksen að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistökin“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sjá meira