Enski boltinn

Nýliðarnir kaupa markvörð Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bernd Leno er mættur til Fulham.
Bernd Leno er mættur til Fulham. David Price/Arsenal FC via Getty Images

Nýliðar Fulham hafa fest kaup á þýska markverðinum Bernd Leno frá Arsenal. Leno skrifar undir þriggja ára samning við Fulham.

Fulham greiðir þrjár milljónir punda fyrir markvörðinn til að byrja með, en ef árangurstengdar bónusgreiðslur eru teknar inn í myndina getur heildarkaupverð orðið átta milljónir punda.

Þessi þrítugi markvörður gekk í raðir Arsenal frá Bayer Leverkusen árið 2018 og hefur leikið 101 deildarleik fyrir félagið. Hann hefur þó fengið mun minni spiltíma eftir komu Aaron Ramsdale frá Sheffield United síðasta sumar.

Leno er fimmti leikmaðurinn sem Fulham fær til liðs við sig í sumar, en áður hafði liðið krækt í Kevin Mba­bu frá Wolfs­burg, Manor Solomon frá Shak­ht­ar Do­netsk á láni, Andreas Pereira frá Manchester United og Joao Pal­hinha frá Sport­ing Lissa­bon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×