Arsenal ósannfærandi en vann fyrsta leik Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 20:50 Martinelli var hetjan í kvöld. Julian Finney/Getty Images Arsenal vann 2-0 sigur á Crystal Palace í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið var ósannfærandi á löngum köflum í leiknum. Töluverð eftirvænting var fyrir leiknum líkt og vera ber þegar enski boltinn rúllar aftur af stað. Miklar væntingar eru bornar til Arsenal fyrir komandi tímabil en Patrick Vieira, fyrrum miðjumaður Arsenal og núverandi stjóri Crystal Palace, hefur haft ansi góð tök á liðinu. Það voru hins vegar gestirnir sem byrjuðu betur á Selhurst Park í kvöld. Gabriel Martinelli skoraði fyrsta mark tímabilsins eftir vel útfærða hornspyrnu þar sem Oleksandr Zinchenko fékk háan bolta á fjærstöng, skallaði fyrir markið, á höfuð Martinelli sem stýrði boltanum í markið. Palace bitu frá sér og fengu sín tækifæri í fyrri hálfleik en staðan í hléi var 1-0. Heimamenn voru þá áfram skeinuhættir í síðari hálfleiknum og voru töluvert sterkari aðilinn framan af honum. Eberechi Eze fékk dauðafæri snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Wilfried Zaha inn fyrir vörn Arsenal, en Aaron Ramsdale, markvörður Skyttanna, sá við honum. Palace stýrði ferðinni það sem eftir lifði leiks en náði ekki að færa sér yfirburðina í nyt. Arsenal refsaði á 85. mínútu þegar Marc Guéhi, fyrirliði Palace, skallaði fyrirgjöf Bukayo Saka klaufalega í netið. Arsenal hefur mótið því á 2-0 sigri en Crystal Palace getur margt jákvætt tekið út úr leik kvöldsins þrátt fyrir tap. Enski boltinn
Arsenal vann 2-0 sigur á Crystal Palace í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið var ósannfærandi á löngum köflum í leiknum. Töluverð eftirvænting var fyrir leiknum líkt og vera ber þegar enski boltinn rúllar aftur af stað. Miklar væntingar eru bornar til Arsenal fyrir komandi tímabil en Patrick Vieira, fyrrum miðjumaður Arsenal og núverandi stjóri Crystal Palace, hefur haft ansi góð tök á liðinu. Það voru hins vegar gestirnir sem byrjuðu betur á Selhurst Park í kvöld. Gabriel Martinelli skoraði fyrsta mark tímabilsins eftir vel útfærða hornspyrnu þar sem Oleksandr Zinchenko fékk háan bolta á fjærstöng, skallaði fyrir markið, á höfuð Martinelli sem stýrði boltanum í markið. Palace bitu frá sér og fengu sín tækifæri í fyrri hálfleik en staðan í hléi var 1-0. Heimamenn voru þá áfram skeinuhættir í síðari hálfleiknum og voru töluvert sterkari aðilinn framan af honum. Eberechi Eze fékk dauðafæri snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Wilfried Zaha inn fyrir vörn Arsenal, en Aaron Ramsdale, markvörður Skyttanna, sá við honum. Palace stýrði ferðinni það sem eftir lifði leiks en náði ekki að færa sér yfirburðina í nyt. Arsenal refsaði á 85. mínútu þegar Marc Guéhi, fyrirliði Palace, skallaði fyrirgjöf Bukayo Saka klaufalega í netið. Arsenal hefur mótið því á 2-0 sigri en Crystal Palace getur margt jákvætt tekið út úr leik kvöldsins þrátt fyrir tap.