Umfjöllun: Man. Utd - Brighton 1-2 | Vond byrjun hjá Erik ten Hag

Það er verk að vinna hjá Erik ten Haag. 
Það er verk að vinna hjá Erik ten Haag.  Vísir/Getty

Manchester United fór illa af stað í leiknum en Pascal Gross skoraði tvívegis fyrir Brighton eftir rúmlega hálftíma leik og gestirnir fóru með 2-0 forystu inn í hálfleikinn. 

Heimamenn minnkuðu muninn um miðbik seinni hálfleiks en það var sjálfsmörk Alexis MacAllister sem kom Manchester United inn í leikinn. 

Leikmenn Brighton fagna fyrra marki Pascal Gross í  leiknum.Vísir/Getty

Lengra komust lærisveinar Erik ten Hag ekki og niðurstaðan 2-1 tap í frumraun hollenska knattspyrnustjórans. 

Cristiano Ronaldo hóf leikinn á varamannabekknum en hann kom inná í upphafi seinni hálfleiks.

Leicester City og Brentford skildu svo jöfn, 2-2, þegar liðin áttust við á King Power-leikvangnum. 

Timothy Castagne og Kiernan Dewsbury-Hall komu Leicester City tveimur mörkum yfir en Ivan Toney og Pelenda Da Silva sáu til þess að Brentford nældi í stig. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira