Enski boltinn

Klopp líkir leikjaálagi við hamfarahlýnun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jürgen Klopp ræðir við leikmenn Liverpool á æfingu.
Jürgen Klopp ræðir við leikmenn Liverpool á æfingu. getty/John Powell

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að álagið á fótboltamönnum sé alltof mikið og líkir því við hamfarahlýnun.

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst um helgina. Liverpool mætir Fulham í hádeginu á morgun.

Tímabilið 2022-23 verður all sérstakt vegna heimsmeistaramótsins sem fer fram í Katar 21. nóvember til 18. desember. Engir leikir verða í ensku úrvalsdeildinni frá 13. nóvember til 25. desember.

„Þegar við byrjum að tala um þetta verð ég mjög reiður. Þetta er eins og með loftslagið. Við vitum öll að við þurfum að breyta um kúrs en fólk hugsar bara hvað verðum við að gera? Ég er líka í þeim hópi, ekki spurning,“ sagði Klopp.

„Vandamálið er að allir vita að þetta er ekki í lagi, enginn talar nógu lengi um þetta til að þessu verði breytt. En eitthvað verður að breytast.“

Liverpool vann bikarkeppnina og deildabikarinn á síðasta tímabili og lenti í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×