Enski boltinn

Ten Hag segist „virkilega ánægður“ að hafa Ronaldo í liðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erik ten Hag er ánægður með Ronaldo.
Erik ten Hag er ánægður með Ronaldo. Jan Kruger/Getty Images

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist vera virkilega ánægður með það að hafa portúgölsku stórstjörnuna Cristiano Ronaldo í liðinu.

Ronaldo hefur verið miðpunktur athyglinnar í allt sumar eftir að fréttir bárust af því að hann vildi fara frá United. Ronaldo vill koma sér í lið sem leikur í Meistaradeild Evrópu áður en félagsskiptaglugginn lokar.

Þrátt fyrir þær fréttir gæti Ten Hag neyðst til að hafa Ronaldo í byrjunarliði United þegar liðið tekur á móti Brighton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Anthony Martial er meiddur og því verður að teljast líklegt að Ronaldo verði í fremstu víglínu.

„Ég er virkilega ánægður að hann sé hérna,“ sagði Ten Hag um Ronaldo á blaðamannafundi í gær.

„Við erum með frábæran framherja. Við höldum okkur við okkar plan.“

Síðastliðinn sunnudag mætti United Rayo Vallecano í vinnáttuleik í undirbúningi liðanna fyrir tímabilið sem nú er að hefjast. Ronaldo var tekinn af velli í hálfleik og yfirgaf leikvanginn áður en leiknum lauk. Eðlilega bárust fréttir af óánægju þjálfarans mep hegðun stórstjörnunnar, en hann segir þó ekkert til í þeim fréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×