Enski boltinn

Nýliðar Bournemouth byrja á sigri | Sjálfsmark tryggði Leeds sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bournemouth vann góðan sigur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Bournemouth vann góðan sigur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Steve Bardens/Getty Images

Það er nóg um að vera í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og nú rétt í þessu var fjórum leikjum að ljúka.

Nýliðar Bournemouth unnu góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Aston Villa. Jefferson Lerma kom heimamönnum yfir strax á þriðju mínútu leiksins áður en Kieffer Moore tryggði sigurinn með marki þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.

Þá vann Leeds 2-1 endurkomusigur gegn Wolves þar sem sjálfsmark Rayan Ait-Nouri réði úrslitum. Úlfarnir tóku forystuna með marki frá Daniel Podence strax á sjöttu mínútu áður en Daniel Podence jafnaði metin fyrir Leeds fyrir hálfleik.

Það var svo Ait-Nouri sem varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og niðurstaðan því 2-1 sigur Leeds.

Að lokum vann Newcastle 2-0 sigur gegn nýliðum Nottingham Forest þar sem Fabian Schar og Callum Wilson sáu um markaskorun og Tottenham vann 4-1 sigur gegn Southampton.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×