Kína er eina landið sem enn er með þá stefnu að útrýma kórónuveirunni alveg og er því skellt í miklar takmarkanir við fæstu smit.
Borgin Sanya er á suðurhluta eyjunnar Hainan í Suður-Kínahafi og búa þar rétt rúmlega 800 þúsund manns. Borgin er með fallegar strendur og er oft kölluð „kínverska Hawaii“.
Yfirvöld hafa beðið hótel borgarinnar um að bjóða þeim sem eru strandaglópar upp á fimmtíu prósent afslátt af gistingu.