Enski boltinn

Haaland blótaði tvisvar í sjón­varps­við­tali eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland fagnar fyrsta marki sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Erling Haaland fagnar fyrsta marki sínu í ensku úrvalsdeildinni. EPA-EFE/NEIL HALL

Það var ekki hægt að kvarta mikið yfir fyrsta leik Norðmannsins Erling Braut Haaland í ensku úrvalsdeildinni nema kannski yfir frammistöðu hans í viðtali eftir leik.

Haaland stimplaði sig inn í ensku úrvalsdeildina með því að skora bæði mörk Manchester City í 2-0 útisigri á West Ham.

Það fyrra skoraði hann úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og það seinna með frábærri framherjaafgreiðslu eftir súpersendingu frá Kevin De Bruyne.

Aðeins einn annar leikmaður hefur byrjað feril sinn með City í ensku úrvalsdeildinni með tveimur mörkum í fyrsta leik og það er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins, Sergio Aguero.

Haaland hélt líka í þá hefð sína að skora alltaf í fyrsta leik sínum með liði.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var auðvitað mjög ánægður með Norðmanninn og sagði hann fæddan til að skora mörk.

Hann þarf kannski að fara aðeins betur yfir frammistöðu hans í viðtölum en Haaland blótaði tvisvar í sjónvarpsviðtali eftir leik eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×