Tuchel segir að leikmenn Chelsea vilji ekki spila í bölvaðri níunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2022 15:32 Romelu Lukaku fann sig ekki hjá Chelsea eftir að hann klæddist níunni. Getty/Robbie Jay Barratt Nían er vanalega ein eftirsóttasta treyjunúmerið hjá fótboltaliðum en ekki þó öllum. Leikmenn forðast hana hjá einu öflugasta fótboltaliði Englands. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir neiti að spila í treyju númer níu. Ástæðan er að þeir telja að það hvíli álög á níunni hjá Chelsea. ESPN segir frá. Síðasta dæmið um vandræði leikmanns Chelsea í níunni var hvernig fór fyrir Romelu Lukaku á síðustu leiktíð. Everyone at Chelsea believes the No.9 shirt is cursed pic.twitter.com/lsEjbvyUbi— ESPN UK (@ESPNUK) August 6, 2022 Chelsea keypti Lukaku frá Internazionale en hann náði ekki að standa undir væntingum efitr að hafa átt frábært tímabil á Ítalíu þar á undan. Lukaku er nú aftur farinn til Ítalíu á eins árs lánssamning. Hann bættist þar með í hóp með leikmönnum eins og Gonzalo Higuain, Alvaro Morata, Radamel Falcao og Fernando Torres sem komu allir á Stamford Bridge með miklar væntingar en voru allir í basli í níunni. Síðasta öfluga nían hjá Chelsea var líklega Jimmy Floyd Hasselbaink sem varð markakóngur á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu í kringum aldamótin. Story of Chelsea s cursed No 9 shirt as Thomas Tuchel admits NO Blues stars want ithttps://t.co/g8NAvBnMTJ— The Sun Football (@TheSunFootball) August 8, 2022 Tuchel var spurður út í það hvort enginn leikmaður liðsins ætlaði að spila í níunnni. „Það eru álög á henni. Fólk segir mér það að það hvíli bölvun á henni. Það er ekki eins og við séum með hana lausa af taktískum ástæðum eða af því að við séum að bíða eftir nýjum leikmanni,“ sagði Thomas Tuchel. „Það er ekki mikil eftirspurn eftir níunni hjá okkur. Leikmenn vilja stundum skipta um númer en það kemur svolítið á óvart að enginn vilji snerta á henni,“ sagði Tuchel. Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir neiti að spila í treyju númer níu. Ástæðan er að þeir telja að það hvíli álög á níunni hjá Chelsea. ESPN segir frá. Síðasta dæmið um vandræði leikmanns Chelsea í níunni var hvernig fór fyrir Romelu Lukaku á síðustu leiktíð. Everyone at Chelsea believes the No.9 shirt is cursed pic.twitter.com/lsEjbvyUbi— ESPN UK (@ESPNUK) August 6, 2022 Chelsea keypti Lukaku frá Internazionale en hann náði ekki að standa undir væntingum efitr að hafa átt frábært tímabil á Ítalíu þar á undan. Lukaku er nú aftur farinn til Ítalíu á eins árs lánssamning. Hann bættist þar með í hóp með leikmönnum eins og Gonzalo Higuain, Alvaro Morata, Radamel Falcao og Fernando Torres sem komu allir á Stamford Bridge með miklar væntingar en voru allir í basli í níunni. Síðasta öfluga nían hjá Chelsea var líklega Jimmy Floyd Hasselbaink sem varð markakóngur á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu í kringum aldamótin. Story of Chelsea s cursed No 9 shirt as Thomas Tuchel admits NO Blues stars want ithttps://t.co/g8NAvBnMTJ— The Sun Football (@TheSunFootball) August 8, 2022 Tuchel var spurður út í það hvort enginn leikmaður liðsins ætlaði að spila í níunnni. „Það eru álög á henni. Fólk segir mér það að það hvíli bölvun á henni. Það er ekki eins og við séum með hana lausa af taktískum ástæðum eða af því að við séum að bíða eftir nýjum leikmanni,“ sagði Thomas Tuchel. „Það er ekki mikil eftirspurn eftir níunni hjá okkur. Leikmenn vilja stundum skipta um númer en það kemur svolítið á óvart að enginn vilji snerta á henni,“ sagði Tuchel.
Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira