„Stórstjarna í Indie heiminum“ væntanleg til landsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:01 Aldous Harding heldur tónleika í Hljómahöll 15. ágúst næstkomandi. Aðsend Tónlistarkonan Aldous Harding verður með tónleika í Hljómahöllinni þann 15. ágúst næstkomandi. Harding kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2017 og hefur á undanförnum árum hlotið jákvæð viðbrögð frá gagnrýnendum fyrir plötur sínar. Grímur Atlason, einn af skipuleggjendum tónleikanna, segir gesti eiga von á kraftmiklum viðburði. „Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur á Íslandi að Aldous Harding leggi lykkju á leið sína til að halda tónleika hér á landi en hún er stórstjarna í Indie heiminum. Hún gaf út sína fyrstu plötu Aldous Harding árið 2014 og hefur síðan þá vakið athygli fyrir lagasmíðar og ekki síður flutning. Í mars síðastliðnum sendi hún frá sér plötuna Warm Chris og hafa dómarnir verið frábærir og lögin Fever og Lawn hafa heyrst á öldum ljósvakans síðustu vikur.“ Tónlistarmaðurinn H. Hawkline (Huw Evans) hitar upp fyrir Harding en þau eru einnig kærustupar. Hawkline er velskur tónlistar- og fjölmiðlamaður sem hóf sólóferil sinn árið 2010 og hefur gefið út fjórar plötur frá þeim tíma. Hann hefur unnið með tónlistarfólki á borð við Cate Le Bon og Kevin Morby og nú á síðustu árum með kærustu sinni, Harding. „Í fjölmiðlaheiminum hefur hann sem dæmi unnið með samlanda sínum Huw Stephens en Stephens er tónlistaráhugafólki hér á landi sem víðar að góðu kunnur,“ segir í fréttatilkynningu. „Harding hefur einnig sent frá sér plöturnar Party (2017) og Designer (2019) og hlutu þær einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda um allan heim,“ segir Grímur og bætir við: „Platan Designer fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum í Q tímaritinu og The Independent. Lagið Barrel náði talsverðri spilun á Íslandi þegar það kom út í febrúar 2019.“ Aldous Harding hefur unnið síðustu þrjár plötur sínar með tónlistarmanninum John Parish sem er þekktur fyrir samstarf sitt með PJ Harvey, Eels og Tracy Chapman. View this post on Instagram A post shared by Aldous Harding (@aldousharding) Húsið opnar klukkan 19:00 og tónleikar hefjast 20:00. Rútuferðir eru í boði á milli Reykjavíkur og Hljómahallar. Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Grímur Atlason, einn af skipuleggjendum tónleikanna, segir gesti eiga von á kraftmiklum viðburði. „Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur á Íslandi að Aldous Harding leggi lykkju á leið sína til að halda tónleika hér á landi en hún er stórstjarna í Indie heiminum. Hún gaf út sína fyrstu plötu Aldous Harding árið 2014 og hefur síðan þá vakið athygli fyrir lagasmíðar og ekki síður flutning. Í mars síðastliðnum sendi hún frá sér plötuna Warm Chris og hafa dómarnir verið frábærir og lögin Fever og Lawn hafa heyrst á öldum ljósvakans síðustu vikur.“ Tónlistarmaðurinn H. Hawkline (Huw Evans) hitar upp fyrir Harding en þau eru einnig kærustupar. Hawkline er velskur tónlistar- og fjölmiðlamaður sem hóf sólóferil sinn árið 2010 og hefur gefið út fjórar plötur frá þeim tíma. Hann hefur unnið með tónlistarfólki á borð við Cate Le Bon og Kevin Morby og nú á síðustu árum með kærustu sinni, Harding. „Í fjölmiðlaheiminum hefur hann sem dæmi unnið með samlanda sínum Huw Stephens en Stephens er tónlistaráhugafólki hér á landi sem víðar að góðu kunnur,“ segir í fréttatilkynningu. „Harding hefur einnig sent frá sér plöturnar Party (2017) og Designer (2019) og hlutu þær einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda um allan heim,“ segir Grímur og bætir við: „Platan Designer fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum í Q tímaritinu og The Independent. Lagið Barrel náði talsverðri spilun á Íslandi þegar það kom út í febrúar 2019.“ Aldous Harding hefur unnið síðustu þrjár plötur sínar með tónlistarmanninum John Parish sem er þekktur fyrir samstarf sitt með PJ Harvey, Eels og Tracy Chapman. View this post on Instagram A post shared by Aldous Harding (@aldousharding) Húsið opnar klukkan 19:00 og tónleikar hefjast 20:00. Rútuferðir eru í boði á milli Reykjavíkur og Hljómahallar.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira